Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Qupperneq 30
Blaðamenn þýska blaðsins Bild taka Kristján tali.
og kompásinn. Þetta voru flott fléttaðar
tágakörfur sem voru fullar af blómum og
flottum ávöxtum. Fjórði stýrimaður sagði
að „staff-captain“ hefði komið með þetta.
Svo kom lóðsinn upp, þriðji stýrimað-
ur, „staff-captain“ og tveir loftskeyta-
menn.
„Skipafélagið sendi þessar körfur,“
sagði ,,staff-captain“. „Þær eru frá mönn-
unum þremur sem þú reddaðir í fyrradag
í Java-hafi. Þeir báðu um að skipið yrði
stöðvað þegar við kæmum þangað og
körfurnar látnar falla í sjóinn. Þetta er
þakklæti til hafguðanna fyrir að þeir
sluppu lifandi úr þessum ósköpum."
Eg fékk ekki einu sinni kartöílu fyrir
að bjarga þeim.
Ég fór að spekúlera í hvernig ætti að
gera þetta. Ég vildi ekki hreyfa við þess-
um körfum. Ég virði svona hluti.
Lóðsinn fór frá borði um klukkan þrjú.
Ég hringdi niður í vélina og talaði við
litla yfirvélstjórann, vin minn Kínverjann,
og bað hann um að stöðva vélina.
Skipið var stöðvað í nokkrar mínútur
og allir farþegarnir komu upp á dekk. Ég
hugsaði með mér að ég hefði nú aldrei
gefið hafguðunum ávexti og blóm. Ég
velti fyrir mér hvernig ég ætti að gera
þetta. Parna voru um þúsund manns og
um tvö þúsund augu gláptu á mig. Ég hló
inni í mér.
Ég sagði að skipsflautan ætti að flauta
þrisvar sinnum langt og eftir það myndi
ég gefa merki og ganga út með eina
körfu. Ég gekk í rólegheitunum með eina
körfu og voru ávextirnir rétt fyrir framan
nefið á mér.
Búms.
Ég var eins og æðsti prestur. Flaut og
hátfðlegt. Þetta er nokkuð sem ég man
alltaf eftir og vil ekki gleyma.
Ég fékk gott nafn hjá farþegununt eftir
þetta; „Lucky“.
Það var farið á fulla ferð þegar ég var
búinn að þessu. Körfurnar ílutu þarna
og sjávarguðirnir voru farnir að taka í sig
næringu.
Morðingi og sauðaþjófur
Fiér segir segir Kristján frá tíma
sínum með Líbýumönnum. Þá
varð hann vitni að átökum á milli
Líbýumanna og Bandaríkjamanna.
Um klukkan tvö eina nóttina byrjuðu
þessi svaka læti og allt lék á reiðiskjálfi.
Ég fór út í hvínandi hvelli. Ég hitti vél-
stjórann og við fórum upp í brú. Þar
sáum við að það stóð allt í ljósum logum
í herbúðunum. Við heyrðum hvininn í
herþotum en þær komu að norðan og
sendu sprengjur niður í herbúðirnar hjá
Gaddafi. Það logaði í rústum bragganna
sem sjóliðarnir höfðu búið í.
Við vissum ekki hvað var að ske. Var
komið stríð?
Eftir um 20 mínútur fór allt i gang
uppi í bæ og út um allt fyrir utan bæinn.
Libýumennirnir skutu upp rússneskum
„anti aircraft rockets" sem þeir höfðu
fengið hjá Rússunum. Þær eru um fjög-
urra metra langar.
Herþoturnar hurfu eftir nokkrar sek-
úndur en þegar Líbýumennirnir rönk-
uðu við sér skutu þeir upp í loftið af
handahófi.
„Það sem fer upp í loftið,“ sagði ég við
vélstjórann, „kemur niður aftur.“
Sprengjurnar féllu niður í Trípóli en
ég býst við að Líbýumenn hafi skotið um
50 sprengjum upp í loftið. Það var svo
mikið af sprengingum. Þetta voru eins
og þúsundir flugelda sem er skotið upp á
gamlárskvöld á íslandi. Um morguninn lá
á dekkinu um tveggja metra langur bútur
af SAM-sprengju sem hafði dottið niður.
Það var heppni að vera ekki drepinn.
Ameríkanarnir drápu auðvitað fleiri
manns þarna í bröggunum en Gaddafi var
ekki þar. Fósturdóttir hans lést hins vegar
í þessurn látum.
Hafið
í kaflanum „Hafið“ talar Kristján
meðal annars um hvað hafið sé í
augum hans. Hann talar um sjóinn
sem óvin sinn og að hann þekki
hákarlana í sjónum en ekki hákarlana
i landi.
Mig dreymir mikið. Ég er kominn á
aldur fyrir löngu en mig dreymir oft að ég
sé úti á sjó. Konan segir að ég tali upp úr
svefni á norsku, ensku og íslensku.
„Þú ert að sigla,“ segir hún.
, Já,“ segi ég, „ég var úti á Kyrrahafinu
að sigla og tala við mína menn. Hugurinn
er svona.“
Stundum dreymir mig að ég sé uppi í
brú og að land sé fyrir framan. Ég reyni
að breyta um stefnu og það tekst í ílest-
um tilfellum. Ef það tekst ekki er ég í
klípu. Ég vakna alveg kófsveittur.
Hugur minn er við sjóinn.
Valið - það að fara á sjóinn - var
ekki sem verst. Ég sé ekkert eftir því.
Ég komst eins langt á minni lífsleið, í
mínurn störfum, og hægt var eða alveg
upp á toppinn. Ég hef í flestum tilfellum
haft ánægju af ínínu starfi. Það er eitt sem
hvílir á skipstjórum en það er óhemju-
mikil ábyrgð. Skipið er bara járnarusl en
það er fólkið sjálft sem er dýrmætt. Ég
hef aldrei misst mann; það hafa verið slys
um borð en það hefur enginn dáið um
borð. Þeir hafa í tveimur tilfellum verið
komnir í land áður.
Ég sagði eitt sinn við uppáhaldsskip-
stjórann minn, captain Gunnar Ulven á
Ottawa:
„Þú sigldir í stríðinu og þú ert ennþá á
sjónum. Ertu ekkert að hugsa unt að fara
í land?“
Þá sagði hann:
„Ég þekki hákarlana í sjónum en ég
þekki ekki hákarlana í landi.“
Þetta hef ég stundum sagt. Ég þekki
heldur ekki hákarlana í landi.
Það vantar alltaf skipstjóra. Ef ég væri
yngri væri ég úti á sjó núna.
30 - Sjómannablaðið Víkingur