Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Síða 46
Sjöfn hin fjórða.
allri vinnuaðstöðu í brú og dekki, er ekki
hægt að líkja við neitt nema byltingu.
Þegar ég var fyrst með Vörð var ekki
einu sinni kominn radar í hann. Það var
ekki neitt til neins, einn frekar lélegur
dýptarmælir og kompás og ekkert annað.
Að stjórna skipi byggðist mikið á því
hvað menn voru glöggir að þekkja bæði
sjólag og annað. Þeir sem byrjuðu að róa
frá nýjum stað urðu sjálfir að búa sér til
mið í landi úr fjöllum og hólurn sem þeir
þekktu ekki með nafni. Það var vandi
að hitta á netin, menn voru náttúrulega
oft það Iangt frá að sást ekki til lands.
Þá settu menn bara á sig allt sem var í
námunda við netin hjá þeim sjálfum og
skrifuðu kannski eða höfðu í hausnum
afstöðuna frá þessari eða hinni trossunni
til sinnar trossu. Núna geta menn keyrl
blindandi nákvæmlega á punktinn.
Þegar ég byrjaði skipsstjórn var farið að
styðjast við Asdic-tæki við að finna síld-
ina. Þá var hún mikið til hætt að vaða,
en þó kom það fyrir. Fyrstu Asdic-tækin
sem komu voru þannig að maður þurfti
alltaf að standa við þau og snúa þeim
með höndunum.
Aðbúnaður er líka orðinn allur annar.
Á nútímaskipum hafa menn rúmgóðar
vistarverur og öll þægindi. Á þessum 60
tonna bátum voru ellefu karlar á vertíð-
inni. Hásetarnir og kokkurinn voru allir
1 lúkarnum þar sem líka var eldað og
matást. Engin aðstaða var fyrir gallana,
maður varð að fara í þetta rennandi blautt
og alla vega.
Þú hefur veitt mest af síld og þórshi.
Hvort er skemmtilegra?
Það er skemmtilegra að veiða síld. Það
var alltaf svo mikill spenningur í sam-
bandi við hana. Og þó. Þetta var allt jafn
skemmtilegt held ég.
Hvað er eftirminnilegasta vertíð eða
veiðiferð sem þú hefur lent í?
Þær eru nokkuð margar. Það er auðvit-
að eftirminnilegast þegar maður er að
taka sig upp og fara á nýjar slóðir og fær
góðan afla. Ég gæti nefnt dæmi frá í hitli-
fyrra, þá fórum við austur á Selvogsbanka
og vorum að koma að vestan og fengum
47 tonn. Það var svo merkilegt að við
lögðum þetta allt á lítinn blett og aðrir,
sem voru í kringum okkur, fengu ekki
nema bara smá brot af því sem við feng-
um. Ég held hinir hafi verið mest með 16
tonn.
Einu sinni vorurn við sunnan við land
og þá tókum við okkur upp og fórum
norður að Malarrifi og lögðum þar og
fengum milli 30 og 40 tonn. Þetta eru
náttúrulega þeir dagar sem standa upp úr
hjá manni þegar maður fer að líta til baka.
Það var líka gríðarlega skemmtilegur
timi hérna á Víkinni á tímabilinu 1976
- 1978 þegar Vararbátarnir voru hér allir,
Sjöfn, Frosti, Ægir Jóhannsson og Sigrún.
Það var mikið kapp. Það var róið alveg
rosalega stíft hérna, miklu, miklu stífara
; í
heldur en frá öðrum verstöðvum. Ég held
mér sé alveg óhætt að fullyrða það. Enda
var þá mesti uppgangstíminn hér. Þá var
hver einasta hönd hér sem hægt var að
ná í í beitingu. Húsvíkingarnir kölluðu
Grenivíkurbátana þá flotann ósigrandi.
Svo hefðurðu einhvern tíma sökkt vel upp
í stldinni?
Ég held að sé nú einna eftirminnilegast
þegar við fengum síldina á Verði gamla
hérna í Haganesvíkinni. Við ætluðum að
fara austur, vorum á leiðinni hérna út
með Látraströndinni, þá var flugvél að
leita og hafði séð einhverja síld vestur við
Skaga svo við snerum vestur á bóginn og
þegar við komum vestur á Haganesvík
fundum við torfu. Til allrar lukku skipti
hún sér áður en við fórum að kasta, við
köstuðum á stærri helminginn og feng-
unr alveg fullan bát. Ætli það hafi ekki
verið svona 850 mál. (115 tonn) Og
það er síðasta síldin sem fékkst þarna á
Haganesvíkinni. Flotinn kom svo allur en
það voru ekki nema einir þrír eða fjórir
bátar aðrir sem fengu einhverja smáslatta.
Hefurðu aldrei komist í hann krappan?
Aldrei komist neitt í hann krappan
nema þegar við vorum nærri búnir að
sökkva Verði garnla út af Raufarhöfn. Við
fengum svo stórt kast að við þurftum að
skera frá okkur nótina, það var allt að
fara niður, nótabáturinn og allt, svo við
bara skárum á nótina og losuðum okkur
við þetta en við náðum held ég 500
málum. Maður gerði sér kannski ekki
grein fyrir því þá en þegar maður fer að
hugsa um það núna þá hékk þetta auðvit-
að allt á bláþræði og mátti engu muna að
allt færi niður. Við vorum að vísu með
gúmmíbát en ég er ekkert viss um að
við hefðum komist af því báturinn hefði
ábyggilega farið snöggt niður.
Ég hef verið sérlega heppinn með það að
lenda aldrei í neinum slysurn með mann-
skap. Ég þakka því það að ég var oftast og
langmest með þrælvana menn sem búnir
voru að vera sjómenn alla sína tíð.
Efþúfengir eitt ár og mœttir velja þér
skip og veiðarfœri, mættir veiða hvað sem
þú vildir og eins mikið og þú gœtíi; hvað
mundir þú velja?
Ég mundi velja þorskanet og vel útbú-
inn 250 tonna bát. Mér fannst netaveiðin
alltaf rosalega skemmtileg. Ég get ekki
ímyndað mér annað en ég gæti alveg Ieik-
andi veitt þúsund tonn.
Það er kominn glampi i augun á
karlinum. Hann færi ábyggilega létt með
þessi þúsund tonn. Þegar hann var með
Áskel, 73 tonna bát, á vetrarvertíðinni í
Grindavík 1963 fékk hann á tólfta hundr-
að tonn og var hæstur netabáta.
Hann er á áttræðisaldri, búinn að
standa hálfa öld í brúnni og hættur. Það
þyrfti samt ábyggilega ekki að ganga lengi
eftir honum til að fá hann á eina vertíð
enn.
46 - Sjómannablaðið Víkingur