Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Síða 53
í okt. 1954 keypti Binni l Gröf Gulborgu RE 38 l fílagi við Einar Sigurðsson (Einar ríka) ogáttu peir langt oggott samstarf um
litgerð pessa n/ikla ajlaskips.
sinn róður hvcr. — Þeir urðu síðar allir merkir formenn í
Eyjum.
Friðrik Benónýsson, faðir Binna í Gröf, var formaður
fyrst á áraskipi, síðar á vélbáti og farnaðist vel. Það var því
ekki úrættis þó að sonurinn heillaðist af sjónum, af því að
standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri. Frá fermingar-
aldri var brautin bein, sjórinn á hug hans allan. Hann gat
ekki fellt sig við annað starf til æviloka.
Fyrsti vélbáturinn sem Binni reri á, var Friðþjófur
Nansen, sem faðir hans og fleiri áttu saman. Þar var
Binni vélagæslumaður, en í forföllum formanns bætti
hann formennskunni á sig, og þótti takast með ágætum.
Eftir það er hann formaður með nokkra báta og farnaðist
ætíð vel, var ávallt með bcstu fiskimönnum Eyjanna á öll
vciðarfæri. í fúglabjörgum eyjanna var hann veiðimaður
af samri íþrótt og leikni.
Árið 1954 kaupa Benóný og Einar Sigurðsson
útgerðarmaður vélskipið Gullborg, 83 smálestir að stærð.
Þetta skip hefir reynst Binna mesta happafleyta, sannköll-
uð afladrottning, sem Binni hefir beitt í blíðu og stríðu af
hinu mesta harðfylgi og dugnaði, með valda skipshöfn í
fangbrögðum við gömlu Rán og í trylltum dansi við
dætur hennar.
Að vcrtíðarlokum 1954 var mb. Gullborg aflahæsti
bátur í Eyjum og hlaut þá Binni sæmdarheitið aflakóngur
Vestmannaeyja þessa vertíð. Varð aflinn 877 smálestir af
slægðum fiski með haus, það var þá tvöfaldur meðalafli
Eyjabáts. Þessu tignarsæti aflakóngsins hélt Binni svo í
sex ár í röð, því sæti hefur cnginn haldið svo lcngi, því að
fast er eftirsótt að ná tignarsætinu. 1959, síðasta árið af
þessum scx, aflaði Gullborg 1291 smálest yfir vertíðina,
það var nokkru meira en tvöfaldur meðalafli þá vertíð og
sló Binni þá öll fyrri met undanfarinna vertíða.
Vestmannaeyingar hylltu hann á sjómannadaginn, en
hann lofaði að verðleikum keppinauta sína í fcngsælli og
drengilegri kcppni á vertíðinni.
Benóný var mesta prúðmenni í aliri umgengni og
höfðingi í lund og hinn mesti drengskaparmaður. Hann
var ávallt lcátur og glaður sama hvort hann var á skipi
sínu að leggja frá
landi, eða koma að
landi, alltaf sama hlýja
brosið.
Með vinum og
kunningjum var Binni
hrókur alls fagnaðar,
og hafði frá ýmsu að
segja, og var frásögn
hans létt og kímni
blandin cnda varð
honum vel til vina hvar
sem leið hans lá. Af
skipshöfn sinni var
hann dáður og virtur
sem góður félagi, enda
fylgdi honum oft sama
skipshöfn árum sam-
an, til dæmis hefir
mágur hans Einar
Sigurðsson vcrið vél-
stjóri með Binna
síðastliðin 27 ár og
sagði Ðinni þeim cr
þetta ritar að það hefði
verið sér ómetanlegur
stuðningur að hafa
slíkan heiðursmann
sem aldrei bi4st.“
Binni i brúnni á Gullborgu, en hann var avintýralegur afla-
maður og ofiar en aðrir aflakóngar t Vestmannaeyjum.
Ljósm.: Signrgtir Jónasson.
Synir Binna tóku við Gullborgu VE 38 efiir lát hans og i ársbyrjun 1973 keypti Portland sf. skipið,
en ( árslok 1974 tók Dyrhólaey sf við útgerðinni, en fílögin voru l eigu sona Binna l Gröf.
en að fyllast undrun og um leið aðdáun á staðföstum ásetningi og
ótrúlegri þrautseigju Þorsteins Jónssonar höfundar þessa verks. Það
að gera að veruleika þann draum að ráðast í útgáfu þessa geysi-
viðamikla heimildarits um íslenska skipstjórnarmenn er nokkuð
sem ég efa að eigi sér hliðstæðu, hérlendis eða erlendis.
Öflun heimilda um lífshlaup og starfsferil þúsunda skipstjórn-
armanna er ekkert áhlaupaverk. Aragrúi frásagna af afrekum for-
feðra okkar úr stétt skipstjórnarmanna ásamt frásögnum þeirra
sem nú sigla um heimsins höf, eru söguleg verðmæti sem án þessa
framtaks Þorsteins Jónssonar hefðu glatast að miklu leyti urn aldur
og ævi.
Það úrval ljósmynda sem prýðir ritsafnið og valið hefur verið úr
þúsundum frábærra mynda, sem höfundi hafa borist, eru að mínu
mati ómetanlegar heitnildir um sögu og þróun siglinga og sjáv-
arútvegs íslensku þjóðarinnar.
Þar má sjá okkar frægustu aíla- og athafnamenn við hinar ýmsu
aðstæður i starfi og leik á myndum sem flestar hverjar hafa aldrei
áður komið fyrir almenningssjónir. Frásagnir af einstökum afrekum
þar sem reyndi á karlmennsku og þor ásamt frásögnum á léttum
nótuni um eftirminnileg atvik, vinnu og viðburði. Allt þetta sam-
ankomið i glæsilegu ritverki leiðir svo sannarlega til mjög svo
áhugaverðrar útkomu sem bragð er að. Þetta einstaka rit sýnir í
máli og myndum með afgerandi hætti að sú öfluga undirstaða sem
fólgin var og er í sjávarútvegi og siglingum er óumdeilanlega meg-
inástæðan fyrir því að á íslandi er nú betra að búa en víðast hvar
annars staðar í veröldinni.
Með hliðsjón af því hve stór hluti íslensku þjóðarinnar tengist
sjómannastéttinni með einum eða öðrurn hætti þá er útgáfa þessa
rits stórkostlegur hvalreki á fjörur þeirra fjölmörgu sem þrátt fyrir
gífurlegar þjóðfélagsbreytingar síðustu ára, hafa sterkar taugar til
sjávarútvegs og siglinga. Ég vil að endingu óska Þorsteini til ham-
ingju með þennan merka áfanga í íslenskri heimildarritun og les-
endum óska ég góðrar skemmtunar.
Sjómannablaðið Víkingur - 53