Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Síða 62
Gestur Gunnarsson
Drápu Bretar skipverjana
á Reykjaborg, Fróða og Pétursey?
Haustið 1960 var sá er þetta
ritar háseti á togaranum
Þormóði Goða. Við vorum að
veiða karfa við Nýfundnaland.
Eitt sinn að kvöldlagi í góðu
veðri sátum við nokkrir á spil-
grindinni og biðum eftir að
trollið væri híft. Einn af strák-
unum fór þá að segja sögu af
föður sínum sem hafði verið
á togaranum Reykjaborg sem
kafbátur réðst á að kvöldi 10.
mars 1941. Faðir félagans hafði
komist lifandi frá þessu en sár
af kúlnabrotum. Þrír lifðu af
árásina og komust á fleka þar
sem einn lést af sárum. Faðir
skipsfélagans taldi að þarna
hafi verið á ferð breskur kafbát-
ur. Þessi skoðun var byggð á því
að kúlnabrot sem tekin voru úr
honum á sjúkrahúsi í Skotlandi
voru ekki lögð fram í sjórétti
þar ytra. Ástæðu breskrar
árásar taldi hann geta verið að
Reykjaborg var smíðuð í Frakk-
landi, með þriggja hæða brú og
u.þ.b. helmingi stærri en aðrir
íslenskir togarar og ekki ólík
mörgum þýskum togurum.
Dagbók Þjóðverjans
Fyrir nokkrum árum kom út bókin,
Vígdrekar og Vopnagnýr, eftir Friðþór
Eydal. Þar eru i íslenskri þýðingu kaflar
úr dagbókum þýsku kafbátana U 552, U
74 og U 37.
Þessir kafbátar áttu að hafa gert árásir
á íslensku fiskiskipin Reykjaborg, Fróða
og Pétursey dagana 10., 11. og 12 mars
1941. í þessum árásunt voru myrtir 28
sjómenn.
Dagbókarkafli U 552, er fjallar um
Reykjaborg, er á þessa leið í endursögn
Eyþórs Eydal:
„Síðla dags kom skipherrann auga á
skipsmöstur úti við sjóndeildarhring
í sjónpípu sinni. Virlist honum þar
fara um 1.000 lesta skip sem sigldi í
krákustígum í suðausturátt. Samkvæmt
leiðarbók kafbátsins kafaði hann þremur
og hálfri klukkustund síðar eða kl. 20.05
að þýskum tima og hafði þá skip í sigt-
inu sem kafbátsforinginn taldi vera um
1.000 lestir að stærð og vopnað stutt-
hleyptri fallbyssu. Klukkan 20.52 skaut
hann einu tundurskeyti að skipinu á 400
metra færi en það sprakk ekki [1].
Kveikt var á siglingaljósum skipsins
sem þó virtust deyfð. Klukkan 21.15
kom kafbáturinn úr kafi og hóf eftirför.
Tungl óð í skýjum og fylgdi kafbáturinn
skipinu eftir í öruggri fjarlægð án þess að
til hans sæist [2].
Klukkan 23.14 sótti kafbáturinn hratt í
átt til skipsins og foringi hans gaf skipun
um að skjóta að því af fallbyssu kafbáts-
ins. Loftskeytamaðurinn fékk skipun um
að fylgjast með því hvort skipið sendi út
neyðarkall og fyrsta skotið reið af á 800
m færi. Annað skotið hæfði mastrið sem
féll við og þar með talstöðvarloftnetið
[3]. Við þriðja skotið bilaði fallbyssan og
gaf þá kafbátsforinginn mönnum sínum
skipun um að beita 20 mm loftvarna-
byssum kafbátsins til að koma í veg fyrir
að áhöfninni yxi kjarkur og reyndi að
ílýja eða berjast [4]. Var nú skothríðin
látin dynja á skipinu og brátt komst fall-
byssan í lag aftur þótt ekki væri hægt að
hleypa af henni sjálfvirkt. Hittu kafbáts-
menn illa með henni sökum veltings [5].
Við tíunda skot úr fallbyssunni sáu kaf-
bátsmenn hvar eldur gaus upp á miðju
skipinu. Breytti kafbátsforinginn nú um
stefnu en vélbyssurnar héldu áfram að
ausa skotum yfir skipið og hæfðu gufu-
ketilinn svo það stöðvaðist [6j. Gat
kafbátsforinginn þess í leiðarbók sinni að
á meðan árásin stóð hefði áhöfn skipsins
ekki beitt fallbyssunni í skut þess [7].
Brátt biluðu báðar vélbyssur [8] kafbáts-
ins og stöðvaðist skothríðin við svo búið.
Þá er þess getið að um klukkan 23.40
hafi skipið sokkið ... “
Skothríð í myrkrinu
Við stýrið á Reykjaborg var Eyjólfur
Jónsson háseti, og hjá honum Sigurður
Hansson kyndari sem hafði farið upp úr
vélarrúminu til að viðra sig. Þeir komust
báðir af og er frásögn þeirra sem birt var
í bókinni, Þrautgóðir á raunastund II,
eftirfarandi:
„Allt í einu flugu eldblossarnir með-
fram skipinu og dóu út í myrkrið fyrir
aftan það. Hvað var þetta? Eins og
ósjálfrátt slökkti Sigurður á sígarett-
unni og i þögulli eftirvæntingu skimuðu
þeir félagar út um brúargluggana. Þeim
datt fyrst í hug flugvélaárás, en áttuðu
sig strax á því að svo gat ekki verið.
Stefna ljósrákanna hafði verið þannig.
Ásmundur stýrimaður kom nú aftur
upp í brúna og spurði hvað um væri að
vera. Þeir sögðu honum frá ljósagang-
inum og hann ákvað þá að fara niður og
vekja skipstjórann. í sömu svifum yfirgaf
Sigurður kyndari einnig brúna og hélt
niður í vélina. Eyjólfur var einn eftir í
efri brúnni.
Og þá komu ljósrákirnar fljúgandi að
skipinu með leifturhraða öðru sinni. Nú
var ekki lengur um að villast. Það var
kafbátur sem var að skjóta á skipið, og
hann hlaut að vera mjög nærri. í þriðju
Reykjafoss við Stafnes.
62 - Sjómannablaðið Víkingur