Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 13
á milli hafnartangans á Akureyri og Hjallasnesins. Já og ég var reyndar sull- andi í sjónum á sumrin eftir að ég flutti hingað til Hríseyjar. Ég er oft í fáum spjörum á sumrin, annálaður fyrir það að vera alltaf hálf ber, en alltaf var ég í sundskýlu innan undir, alltaf." Ásgeir og vinur hans Tómas Þórhallsson ættaður frá Botni i Þorgeirsfirði, skelltu sér árið 1952 suður til að vinna fyrir ameríska herinn og unnu meðal annars við að reisa lóran möstrin við kampinn hjá Grindavik. Ásgeir var þá 18 ára, en Tómas eitthvað eldri. „Það var mikil vinna og mikil upp- grip. Við vorum aðallega á loftpressum og unnum oft 10 - 12 tíma á dag og þess vegna varð maður fljótt heyrnarlaus, sem hefur auðvitað oft komið sér vel, en líka illa. Það voru enga eyrnahlífar í þá daga.“ Ásgeir kynntist allmörgum Grindvíkingum sem unnu þarna og þar á meðal manni sem réði hann i skipspláss um áramót á Hrafn Sveinbjarnarson, þann fyrsta er bar það nafn. „Þetta var 22. tonna bátur og við rót- fiskuðum þarna um veturinn, en bless- aður vertu ég var sjóveikur meira og minna allan tímann og hét því að þetta yrði mín fyrsta og síðasta vertíð. En ég hélt nú samt áfram á sjónum í 14 ár og sjóveikin hún smá vandist af manni, svona að mestu. Það var helst að maður fann fyrir henni þegar rnaður var búinn að vera einhverja daga í landi og fór út í leiðinda veðri.“ Ásgeir segir að til sjós hafi þetta fyrsta ár verið ósköp viðburðalítið, en þvi meira gerst á landi. En hann og fjórir félagar hans af bátnum og ein stelpa gerðu smá reisu um páska austur í Arnarbæli sem er nálægt Selfossi. , „Við fórum austur á bílaleigu bíl frá Reykjavík og festum bílinn í heimreið að einhverjum sveitabæ, en gríðarleg rign- ing hafði verið og vegir sundurgrafnir, því þá var ekki malbikað eins og núna. Bíllinn festist svo heiftarlega í drullu, að við lentum í heljarinnar vegavinnu sem dróst svo mikið á langinn að við misstum af einum róðri fyrir vikið, en það kom ekki að sök. Við héldum plássi." Sumarið eftir fór Ásgeir svo á síld á Kap frá Vestmannaeyjum og var þar eitt sumar, en þar var skipstjóri Ingólfur Sigurðsson, sem síðar var með Súluna sem fór niður í aftaka veðri út af Skaganum. Lík í netinu Þeir voru með hringnót á Kap. Ásgeir segir það hafa verið viðburðalítið sumar ef frá er talið eitt sinn þegar þeir létu reka út við Kolbeinsey, það var norðaustan kaldaskítur. Sá sem átti að vera á vakt brá sér aftur i bestikkið og sofnaði. Ingólfur skipstjóri vaknaði við það að allt ætlaði niður að ganga og virtist skipið vera að brotna, en þá var hringnótabáturinn nán- Háfað úr nótinni sem er greinilega snurpunót þar sem bátarnir eru tveir. Á hringnótaveiðum var aðeins notaður einn bátur. Honum var þó ekhi róið í hiing eins oggert var á snurpunótaveiðum (þar sem litlu bátarnír fóru i hálflrring útfrá pokanum) heldur var hann bundinn við móðurskipið sem sigldi hringinn en nótin rann úr litlum hringnótabátnum sem geymdi veiðarfœiið. Svo kom kraftblök- kin og þá var nótin tekin um borð í móðurskipið. Nótin dregin. Átið er 1955. ast kominn upp á dekk. Vaktmaðurinn vaknaði heldur betur með andfælum. „Við þurftum að fara inn til Siglufjarðar í helvítis mikla aðgerð á bátnum, brotn- aði þarna skjólborð og fleira." Eftir þetta fór Ásgeir aftur til Grindavíkur og nú á línuvertíð á Frigg frá Skagaströnd, sem Gunnar Guðmundsson gerði út en hann var tengdafaðir Haraldar Ágústsonar skipstjóra sem seinna var með Reykjaborgina og byrjaði með kraft- blökkina á íslandi. „Ég var með Haraldi í þrjár vertíðir og þar lenti ég í skelfilega „skemmtilegu“ atviki. Við vorum á reknetum á bát sem hét Völusteinn. Haustið eftir að síld- Sjómannablaðið Víkingur - 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.