Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 14
Kolbeinsey framundan. in var búin fyrir norðan, byrjuðum í ísafjarðardjúpinu og héldum svo suður og vorum einhvers staðar suður af Grindavík í kolvitlausu helvítis veðri og var töluvert af síld í netunum. Við dróg- um síðustu netin upp án þess að hrista úr þeim og bunkuðum þeim bara aftur í gangana. Þetta var lítill 32 tonna bátur, Landsmiðjubátur svokallaður og þegar við vorum að enda við, en það voru not- aðar ógurlega stórar blöðrur á reknetin, alltaf kallaðar rússablöðrur, en Rússarnir voru með þetta á reknetunum hjá sér og voru þær oft lausar á reki út um allan sjó og voru þá að sjálfsögðu teknar til hand- argagns og notaðar með. - Sjálfsagt var einhverju stolið frá þeim líka. - Nú, við vorum að missa þetta í skrúfuna og þar sem ég stóð þarna aftast í ganginum kall- aði skipstjórinn til mín og bað mig að Ljósmynd SigurSur Lýðsson fara aftur á og grípa í blöðruna áður en netið fer í skrúfuna. Og ég þessi voðalega lengja stökk þarna upp á netabunkann en um leið tók dallurinn þennan voðalega sving og ég rann á hausinn út fyrir lunn- inguna. Báturinn rétti sig strax við, þetta gerðist mjög hratt, en ég náði að grípa í lunninguna og fikraði mig, utanvert fram eflir bátshliðinni og alveg þar sem stýrimaðurinn stóð við spilið og þar kíkti ég upp fyrir lunninguna og starði á hann. Stýrimaðurinn sem var rauðhærður og rauður í framan varð allur alveg öskugrár, hárið og allt saman þegar hann sá mig og æpti upp: „Það er lík í netunum, það er lík í netunum!“ Skipstjórinn hafði fylgst með mér og kallaði út um gluggann á brúnni: „Nei, nei. Þetta er ekkert lík, þetta er bara Ásgeir.“ Stýrimanninum datt ekki i hug að ein- hver hefði farið fyrir borð, jafnvel í kol- vitlausu veðri, það kom bara lík í netin.“ Gránaði á svipstundu „Svipað atvik átti sér stað seinna hér í Hrísey. Það var eitthvert sumarið í suðvestan golukalda að ég geng fratn á bryggju og sé þá Árna Tryggva leikara, ásamt Jóni Júlíussyni leikara, vera að plægja fyrir kúfisk framan við bræðsluna sem hér var og upp í mér kom kvikind- isskapurinn og ég hugsað með mér að gaman væri að hrekkja þá. Nú ég fletti utan af mér þessu lilla sem á mér var af fötum og stakk mér í sjóinn og synti út að bátnum, kom upp með hliðinni á honum, greip báðum höndutn um borð- stokkinn og stakk hausnum upp fyrir. Jón sat þarna í þungum þönkum á mið þóft- unni og ég ætla ekki að segja þér hvert hann ætlaði þegar hann allt í einu sá mig. Hann æpti hástöfum: „Það kemur maður upp úr sjónum!“ „Ha, ha, hann er nú vanur því þessi, he, he,“ sagði þá Árni og lét sér hvergi bregða.” En ég var nærri því búinn að drepa Jón, dökkhærður maðurinn varð á augabragði grár. Hann varð eins og hengill. Hann hitti mig mörgum árum seinna hjá Árna og sagði við mig: „Varst það þú sem varst nærri búinn að drepa mig, helvítið þitt?“ Það er náttúrulega ógeðslegt að gera mönnum svona og augnablik sér maður eftir þessu, en skemmtunin er meiri. Blessaður vertu, ég var búinn að kvelja marga svona. Eitt sinn var Villi Hansen, ákaflega hrekklaus maður, að landa hérna og ég argaði í hann utan við borðstokk- inn, synti svo undir bátinn og argaði svo í hann hinu megin og karlinn varð alveg arfa vitlaus og vissi ekkert hvaðan á sig stóð öskrið. Ég held að það sé galdramannablóðið sem fær mann til að gera svona.“ Nærri dauður Eftir að Ásgeir var með Haraldi fór hann að hugsa heim og heppnin var með honum eða líklegra er að klíkuskapurinn hafi ráðið því að hann var munstraður á Snæfellið EA 740 árið 1957 hið eina sanna Snæfell. En það var barist um pláss á skipum eins og Snæfellinu. „Ég fór aldrei á togara, en auðvitað vorum við á togveiðum á Snæfellinu og lönduðum svo hér í Hrísey og þá fór ég að kynnast eyjarskeggjum." Á Snæfellinu var Ásgeir í sex ár, en þá fylgdi hann skipstjóra sínum, Baldvin Þorsteinssyni yfir á Súluna EA. Ekki Súluna sem til er í dag og heldur ekki spýtuskipið Súluna sem hvarf við Garðskaga, heldur Súluna sem var þar á milli, sem síðan var seld til Ólafsfjarðar. Hann var á Súlunni í rúm tvö ár og seg- ist hafa tekið þátt í því að drepa síðuslu Ásgeír var eitt sumar á Kapjrá Vestmannaeyjum. 14 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.