Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 16
HARMLEIKUR FYRIR HÁLFRIÖLD
Bernharð Haraldsson rifjar
upp árekstur Andrea Doria
og Stockholm undan strönd
Bandaríkjanna fyrir réttri hálfri
öld.
FLOTAFORINGINN ANDREA DORIA.
Andrea Doria (1466-1560) var fæddur
í Genúa á Ítalíu. Hann varð munaðarlaus
í æsku og gerðist ungur málaliði, fyrst í
þjónustu páfagarðs og síðar hjá ýmsum
ítölskum höfðingjum og sjálfum keis-
aranum. Árið 1503 barðist hann gegn
Frökkum á Korsíku og átti sfðar stóran
þátt í að frelsa fæðingarborg sína undan
yfirráðum þeirra, en hann hafði áður bar-
ist með þeim gegn Þýskalandskeisara.
Doria var talinn einn helsti flotafor-
ingi ítala. Árum saman barðist hann
gegn Tyrkjum á Miðjarðarhafinu og við
norðurströnd Afríku og veitti sjóræn-
ingjum, sem á þeim tíma voru fjölmargir,
verulegar skráveifur.
Andrea Doria var, eins og svo margir
á þeim tímum, tækifærissinni. Hann
var ýmist í þjónustu Frakka, Karls V.
Þýskalandskeisara, sem hann þjónaði
um langa hríð eða Genúa, heimaborgar
sinnar, en þáttur hans í endurreisn Genúa
sem lýðveldis var mikill og setti hann
borginni stjórnarskrá, sem var í gildi allt
lil 1815. 84 ára stjórnaði hann herferð
gegn sjóræningjum og árin 1553-1555,
þá kominn fast að níræðu, barðist hann
gegn Frökkum á Korsíku. Slðstu ævidag-
ana bjó hann í Genúa.
Andrea Doria og Kristófer Kólumbus
(14517-1506) eru taldir frægustu synir
Genúaborgar.
Stockholm
Fyrsta skipið, sem bar nafnið
Stockholm, var smíðað í Belfast á írlandi
fyrir Hollensku Ameríkulínuna og sjósett
árið 1899. Það var gufuskip, 12.606 tonn
að stærð, ganghraðinn var 15 hnútar og
rými fyrir 2.300 farþega, en af þeim voru
um 1.800 á þriðja farrými, enda var skip-
inu ætlað öðru fremur að flytja útflytj-
endur frá Evrópu til Vesturheims.
Þetta skip eignaðist Sænska-
Ameríkulínan haustið 1915 og var það
ætlað til Ameríkusiglinga. Árið 1922 voru
gerðar endurbætur á Stockholm og m.a
sett í það dísilvél. Sex árum seinna, árið
1928, var það selt til Noregs þar sem því
var breytt í verksmiðjuskip fyrir hval-
veiðiflotann. Það urðu örlög þess, að falla
í hendur Þjóðverja og ljúka sjóferðasög-
unni sem flak í höfninni í Cherbourg í
Frakklandi árið 1942 eftir harðar loftárás-
ir Bandamanna.
Stockholm, komið i eigu Svía og eftir að það
hafði verið endursmiðað að hluta.
Árið 1936 hófst smíði nýs Stockholm
á Ítalíu. Það átti að vera um 30.000
tonn. Þegar smíð-
inni var nær lokið
eyðilagðist það að
mestu í stórbruna.
Enn var hafist handa.
Heimsstyrjöldin
setti strik í reikn-
inginn. Þegar smíði
Stockholm var lokið
vorið 1940 var rekstr-
argrundvöllurinn
brostinn og ítalir
keyptu skipið, sem
var notað til herflutn-
inga og síðan sökkt í
stríðslok.
Strax eftir stríðið var ákveðið að
byggja nýtt skip, sem bera skyldi nafnið
Stockholm, hið þriðja þess nafns. Það
var byggt hjá Götaverken smiðjunum í
Gautaborg. Það var rúm 12 þúsund tonn,
bar 395 farþega og gekk 17 hnúta. Óhöpp
fylgdu því frá fyrsta degi. Vegna verk-
falla var kjölurinn lagður mörgum mán-
uðum seinna en ætlað var og þegar því
var hleypt af stokkunum, 9. september
1946, liðu margar mínútur uns það mjak-
aðist út í sjóinn. í jómfrúrferðinni yfir
Atlantshafið í febrúar 1948 lenti það í
aftaka veðri og einn farþeganna fórst.
Skipið var ekki eins glæsilegt og fyrri
skip félagsins og miklu íburðarminna, en
þó þægilegt, en það var smíðað með það
fyrir augum, að farþegar nytu þæginda án
óhófs og rándýrs íburðar.
Stockholm reyndist ekki gott sjóskip
og því var kjölfestan aukin og settir á
það uggar til að auka stöðugleikann. Árið
1953 var yfirbyggingunni breytt og eftir
það gat það tekið um 548 farþega.
Eftir áreksturinn við Andrea Doria
var gert við það í New York. Stockholm
var selt árið 1960 til
Austur-Þýskalands, þar
sem það fékk nafnið
Völkerfreundschaft.
Árið 1985 var skipið
enn á sölulista og nú
selt til Panama, þar
sem það fékk nafnið
Volker. Um hríð var
það notað sem aðsetur
fyrir flóttamenn í Osló
undir nafninu Fridtjof
Nansen. Árið 1989
var það selt til ítalsks
skipafélags, sem lét
endurbæta það og gaf
því nafnið ítalia, en nokkrum árum síðar
var það endurbyggt svo það var nánasl
óþekkjanlegt. Verkefni þess voru nú nær
eingöngu í Karíbahafinu. Enn var það
skírt og fékk nú nafnið Valtur Prima.
Eftir hryðjuverkin 11. september 2001
var ekki grundvöllur fyrir rekstri þess í
bili og það bundið við bryggju í Havana á
Kúbu. Ári síðar fékk það enn verkefni og
Stockholm leggur af stað í jómfrúrferðina.
16 - Sjómannablaðið Víkingur