Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Side 20
aftur á steinöld Víkingur rabbar \ið Alfons Finnsson - Það er erfitt að ná á þér í síma? - Já, ég veit. - Þtt ættir nú að svara einstöku sinnum? Aftur játa ég skömmustulegur leti mína að svara í síma. Reyndar held ég að þetta sé fælni. Sumir óttast víðáttur, aðrir þrengsli, enn aðrir myrkur og einhverjir að vera einir með sjálfum sér. Ég óttast símann. - Ritstjórar verða að svara, maður. Ég kinka kolli. Veit líka að hann hefur alveg á réttu að standa. En stundum breytir maður gegn betri vitund. Það heit- ir víst að vera breyskur - og ég er breysk- ur, það veit sá sem allt veit. - Myndin er flott og kápan frábær, segi ég, og er ekki aðeins að beina umræðunni í annað far heldur líka að segja sannfær- ingu mína. Myndin, sem ég er að tala um (og er á andliti seinasta Víkings), vann mynda- keppni sjómanna og viðmælandi minn, eða á ég kannski frekar að segja sam- viska mín, er myndasmiðurinn Alfons Einnsson. Lágvaxinn, samanrekinn og býsna ákveðinn einstaklingur. Mig langar til að fræðast ögn meira um hann. - Blessaður vertu, maður er búinn að vera á sjónum allt sitt líf. Ég byrjaði 1976, en er fæddur 1960, svo reiknaðu nú. Jú, ég er fæddur með ljósmynda- dellu. Éyrstu skrefin voru að bísa vél frá mömmu. Svo keypti maður, 15 ára gutt- inn, Olympus OM 10, sem var svakalega góð myndavél. Já, ég fullyrði að hún gefur vélum dagsins í dag lítið eftir. - En er ekki erfitt að vera með mynda- vélar á sjónum, þessi viðkvæmu tæki sem þola hvorki salt né slor, velti ég fyrir mér. - Nei, ekki svo. Með aðgæslu og fyr- irhyggju hefst þetta allt. Til dæmis ef ég segi þér af verðlaunamyndinni þá tók ég hana á Kóni SH sem er línubeitningsbát- ur. Við vorum fjórir í áhöfn og þar sem enginn okkar hafði nein sérstök not fyrir vaskinn breytti ég honum í myndavéla- geymslu og hafði lítið fyrir því. Eitt hand- klæði í botninn og þá var þetta komið. Ég gerist hefðbundinn í spurningum og vil fá að heyra eftirminnilega minningu af sjónum. - Hvað á blaðið að verða margar síður hjá þér, spyr Alfons og gerir grín að mér Alfons með fangiðfullt af verðlaunabókum enfyrir að vinna hina íslensku Ljósmyndakeppni sjómanna 2006 hreppti hann ritverkið, Sögu sjávarútvegs á íslandi, eftirjón Þ. Þór sagnfrœðing. I tilefni af útgáfu hinnar glœsilegu bókar Hjálmars R. Bárðarssonar, Þættir úr þróun íslenskra fiskiskípa, var ákveðið að hún skyldi fylgja með sem aukaverðlaun. en heldur svo áfram: Ég var urn fimm ára skeið í Danmörku og fór þá meðal ann- ars einn túr á skítfisk, eins og danskurinn kallar bræðslufisk. í það sinnið veiddum við brisling norður á 66 breiddargráðu norður. Þetta var eins og að koma aftur á fornöld, veiðiaðferðirnar voru slíkar og allur aðbúnaður um borð. Trollið var tekið inn á hliðinni á tromlu, káeturnar vondar og maturinn fáfengilegur. Það var eftir öðru að skipstjórinn var eini rétt- indamaðurinn um borð - jafnvel vélstjór- Þetta er að vísu ekki mynd úr veðrinu sem Alfons lenti í, þegar vindhraðinn fór i 35 metra, en sýnir engu að síður ágœtlega við hvað sjómenn glíma stundum. 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.