Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 25
- Þetta voru stríðstímar. Voruð þið ekki smeykir við stríðið? - Ég minnist þess ekki að við værum mikið að hugsa um stríðið. Enginn tími til að hugsa um annað en vinnuna, því vinnuharkan var mikil ekki sízt áður en vökulögin komu. Þó minnist ég þess, að á togaranum Snorra goða, sem síðar hét Viðey eftir að Oddur Helgasyni og fleiri góðir rnenn eignuðust skipið, voru rifflar og fyrir framan brúna var skothelt byrgi. Ekki gerði ég mér grein fyrir til hvers átti að nota rifflana en þó vissi ég til að þeir voru stundum notaðir til að skjóta tundurdufl i kaf, ef þau sáust á floti yfir- borðinu eða komu upp með vörpunni. Það kom fyrir að talið var rétt að grípa til þess ráðs. Stundum sukku duflin ósprungin og við heyrðum, að skip hefðu síðar feng- ið þau í vörpuna og þau grandað þeini. Faðir minn var skipstjóri hjá útgerð þeirra Odds og félaga um hríð. - Ykkur hefur ekki dottið i hug að það gæti komið fyrir ykkur? - Nei. - Var þetta ekki slarksamt líf? - Þetta var slæmt á eldri togurunum. Þeir lágu mun neðar í sjó og gekk meira yfir þá. Menn voru oft hálfblautir á dekki og stundum rennvotir og hvorki timi til né skilningur á, að nauðsynlegt væri að hafa fataskipli þótt maður væri mígandi blautur. Það átti bara að halda áfram að vinna. Þetta var þó ólikt eftir því hvort var surnar eða vetur og mun skárra að sumri. Lúkararnir voru þröngir og þar þurfti að þurrka saggaðan fatnað við hit- ann af einum kolaofni og mátti þá finna ýmiss konar mannaþef þótt yfirleitt væri loftræsting í gömlu lúkörunum í særni- legu lagi. Mér er minnisstæður einn kall, Björn hét hann, sem lá í öftustu efri kojunni í lúkarnum á Viðeynni. Hann gat legið langtímum saman án þess að hafa kodda og hélt höfðinu uppi til að geta lesið. Eiginlega ætti þetta ekki að vera hægt. Oftast var aðeins um einn lúkar að ræða, en þeir urðu síðar allt að fjórir á nýsköp- unartogurunum, rúmbetri ogjafnvel nteð setustofa uppi. Nýju togararnir voru yfirleitt mun betri sjóskip og lalsvert stærri. Á þeim gekk mun minna yfir skip- ið og menn voru frekar þurrir við aðgerð á dekki. - Nú hefur veður stundum verið kol- vitlaust þannig að ekki hefur verið hægt að fiska. - Það kom oft fyrir. Þá var slóað undir land eða inn á firði. Fyrir kom, að við lentum í ísingu og þá gat vistin orðið erfið. Þá var ekkert hugsað urn hvort var vakt eða frívakt. Allir voru kallaðir á dekk að berja klaka lil að létta skipið svo að því hvolfdi ekki. Til þess voru notuð verkfæri á borð við sleggjur, melspírur og axir og lika höfðum við trékylfur, Staðið \ pokapontinu. Ljósmynd Norðurmynd /Ásgrímur Ágústsson sem voru betri í frostinu þar sem þær voru ekki eins kaldar viðkomu og járnið. Stög, daviður og vantar gátu orðið allt upp í hálfur metri í þvermál og segir sig sjálft, að yfirþyngd gat orðið veruleg enda fannst þetta fljótt á hreyfingum skipsins. - Hvernig var kosturinn á þessum eldri skipum? - Kosturinn var alveg viðunandi. Þetta fór þó mikið eftir kokkinum. Honum fyrirgafst að vera bæði geðvondur og uppstökkur, ef hann gat gert sæmilegan mat. Við höfðum fisk að sjálfsögðu og svo kjöt, sem geymt var í ískistu. Enska mjólk höfðum við i dósum. Svo höfðum við kartöflur, rófur og baunir. Einum sér- lega geðvondunt og uppstökkum kokki man ég eftir á Viðeynni. - Hvernig var annars samkomulag og mannlegt samneyti skipverja? - Það var yfirleitt ágætt enda enginn tími fyrir þras eða rifrildi. Faðir minn, sem lengi var skipstjóri, hafði 7-10 harðduglega menn, sem fylgdu hinum í skipsrúmi. Verkaskipting var ákveðin um borð og skipulag vinnu mjög i föstum skorðum. Netmenn höfðu mikilvægu hlutverki að gegna við að gera við net ef þau rifnuðu. Ég var lengi netamaður og taldi mig vel liðtækan, en einn flinkasti netamaður flotans var maður að nafni Hilmar Jónsson, bátsmaður. Iðulega bar hann sigur úr býtum í bætingakeppn- um, sem haldnar voru. Reyndi þar á hæfni og útsjónarsemi og gat það sparað útgerðum stórfé að hafa góða netamenn. Togarinn Gyllir var smíðaður l Þýskalandi 1926 enfyrsti eigandi hans var Sleipnir hf. Einnig áttí Kveldúlfur skipið í nokkur ár en seinast var það gert útfrá Flateyri. Gyllir var i október 1960 tekinn af skrá og seldur í brotajárn til útlanda. Líkt og aðrir íslenskir togararfór Gyllir ífjölmargar söluferð- ir til útlanda. Sjómannablaðið Víkingur - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.