Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 30
Caledonia, áður togarinn Akurey. - Og hvernig gekk svo skólagangan. - Það gekk ágætlega í skólanum. Við vorum fullir fyrstu fjóra daga vikunnar og alltaf um helgar. - Það eru samtals sex dagar. Hvers vegna í ósköpunum voruð þið ekki fullir líka þennan eina dag sem eftir var í vik- unni? Voruð þið kannski að hvíla ykkur eins og Guð almáttugur, þegar hann hafði skapað heiminn? - Nei, það var dagurinn, sem Friðrik Ólafsson kenndi okkur. - Eitthvað hafið þið brallað saman skólafélagarnir. - Við keyptum okkur gráan Buick saman nokkrir og fórum á honum í ferða- lag norður í land. Það gekk með miklum ósköpum enda Bjúkkinn ekki sérlega heilsuhraustur. í Húnavatnssýslunni bil- aði benzíndæla en náðum þó á Blönduós þar sem hægt var að gera við hana. í Varmahlíð var gírkassinn kominn í klessu og var ekki um annað að ræða en að láta draga okkur niður á Sauðárkrók. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir á Hótel Villa Nova fórum við tveir að rífa undan Bjúkkanum ónýta draslið úti í norð- ankalsa og hraglanda á meðan við biðum eftir varahlutum úr Reykjavík. Hinir tveir fóru að drekka brennivín inni en komu annað slagið út að spyrja hvernig gengi við lítinn fögnuð okkar, sem vorum í þrældómnum. Þeir upplýslu okkur um að Hallbjörg Bjarnadóttir væri að skemmta á Hofsósi og þeir ætluðu að fara þang- að. Við skyldum koma líka og hætta að kúldrast þarna undir bílnum í þessu skítaveðri. Það varð úr, enda langt komið að gera klárt fyrir nýjan gírkassa. Eftir nauðsynlegar þrifnaðaraðgerðir var farið um borð í rútuna til Hofsóss og ég man það næst að við vorurn að koma til Hofsóss. Hafði sofnað um leið og ég settist inn í rútuna. Og sofið alla leiðina. - Var ekki stuð á Hallbjörgu? - Áreiðanlega, og eiginlega fór þetta að ganga ágætlega eflir þetta. Skiluðum okkur í tæka tíð á Krókinn, varahlutir komu síðan fljótlega og við skriðum aftur undir Bjúkkann. Að viðgerð lokinni komumst við klakklaust til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur, þar sem Bjúkkinn var fljótlega seldur og við reynslunni rík- ari eftir hálf misheppnað ævintýri. Sighvatur fretar - Eg fór á Akurey eftir skólann en hafði fyrst verið munstraður á hana 12. ágúst 1947. Fór á síld á íslendingi þar áður og ennfremur einn túr á Tryggva gamla, sem ekki er í frásögur færandi. Með Akureynni fór ég víða. Við fórum í Hvítahafið öðru nafni Barentshaf árið 1951. Á þessum árum gátu menn farið nánast hvert sem þeir vildu og virtust engar hömlur vera á veiðunum. Fiskur var frekar smár í Hvítahafinu en þar fengum við þó þá stærstu lúðu, sem ég hef séð. Líklega enn stærri en lúðan, sem Jöggi sundreið á í Arnarfirði, um þrír metrar á lengd og tveir metrar á breidd með börðum. Þykkt um 40 sentimetrar. Við sóttum vistir til Vardö í Noregi, þar sem við seldum lúðuna. Andvirðið dugði til að kaupa kost á skipið. í dagbók, sem ég hélt um veiðarnar, kemur fram hvernig þær gengu fyrir sig og dagarnir liðu. Heldur var þetta tilbreytingalaust en mikil vinna. Akurey er einn af fyrstu tog- urunum, sem fer til Grænlands á saltfisk- veiðar árið 1951, um haustið, þar sem við veiddum aðallega þorsk. Ahöfnin á Akurey á 5 áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.