Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 32
Þær eru afýmsu tagi skeprturnar l sjónum. liér hafa karlarnír á Harðhak EAfengið beinhákarl í VÖrpuna. Ljðsmynd Norðurmynd /Asgrtmur Agústsson - Á Akureynni hefir þannig verið unnið nokkurt brautryðjendastarf? - Það má segja það. Við má bæta, að við bjuggum til flottroll á Akureynni og kom ég talsvert að því. Skverinn á því var mun opnari en á botnvörpunni og það hélst á fioti eins og nafnið ber með sér. Það þýðir að það fór ekki á botninn og tættist því síður. í þetta fiskaðist misjafn- lega, stundum ekkert. Fiskar synda helzt þar sem þeir vilja synda og hafa eitthvað að éta og eru síður étnir. Undantekning var ef við fengum þorsk í flotvörpuna. - Akureyin er sannarlega skip með sögu. - Það má segja að Akureyin sé merk- isskip að því leyti. Hún er smíðuð i Beverley í Englandi á eftirstríðsárunum og eignast útgerð Odds Helgasonar og fleiri hana eftir að Viðeyin er seld. Minnir mig að faðir minn hafi verið einn af meðeigendunum. Síðar var hún seld til Bæjarútgerðar Akraness, þar sem hún lenti í reiðileysi og lá meðal annars lengi við akkeri í Hvalfirði nýkomin úr klöss- un. Þá stóð til að selja hana lil Færeyja fyrir verð, sem svaraði til 10 árslauna sjómanns. Salan gekk til baka þar sem ekki fékkst innflutningsleyfi fyrir skipið í Færeyjum. Þá var hún seld til Noregs og þaðan til Kanada. Því næst var hún seld til Bandaríkjanna, þar sem hún var skveruð upp og breytt í lystiskip með þremur möstrum, seglum og bugspjóti. Heitir hún Caledonia í dag, siglir undir kanadískum fána og er gerð út og leigð til ríkisbubba sem skemmtiferðaskip. Lestin er ein lúxussvíta og ólik því sem áður var. - Það má segja að margvísleg séu örlög fiskiskipanna. Ófá hafa hafnað á sjávarbotni eða uppi í fjöru. Er einhver skipverji eftirminnilegur öðrum fremur af því skipi? - Sighvatur hét maður og sá yfirleitt um forhlerann, mikill grallari. Var jafnan í stakk og spurði nýja menn hvort væri gat á brókum sínum að aftanverðu. Er sakleysingjarnir lyftu upp stakknum til að veita aðstoð sína fretaði hann framan í þá og fannst skemmtilegl. - Siðan ferðu á Skúla Magnússon. - Á Skúla ræð ég mig sem 2. stýrimann haustið 1951 og er þar næstu þrjú árin eða til 1954 en er stundum 1. stýrimaður í afleysingum. Skipstjóri var þá Jóhann Magnússon, frábær maður. Á Skúla öfluðum við oft dável en jafn- framt var þetta farsæl vist, þar sem fátt óvenjulegt bar til tíðinda. Þó get ég sagt frá framförum í lifrarbræðslu frá því sem var á Viðeynni. Voru nú koinnir skotkall- ar eða tunna úr stáli fyrir framan spilið með trekt uppúr. Er nóg var komið í kall- inn var honum lokað og gufa sett á, sem skaut lifrinni eftir pípu aftur eftir keisn- um og upp á bátapall í stóran geymi. Úr honum gat bræðslumaður sturtað lifrinni í bræðslukerin hjá sér. Einu sinni sem oftar var verið að gera að og trektin orðin full og stóð til að skjóta henni. Frost var og hafði frosið í pípunni og tókst þá ekki betur til en svo að kallinn sprakk í loft upp og rauk langt út á sjó. Máttum við horfa á eftir honum og strita síðan við að bera lifrina það sem eftir var túrsins aftur í lifrargeymi. - Það má eiginlega segja, að ferill þinn við lifrarbræðslu urn borð hafi verið nokkuð afdrifaríkur? - Ég tek undir það. Ég bar vist ábyrgð á þessum skotkalli og skaut honum svo sannarlega út í ljósvakann svo að hann ber nafn með rentu. Þetta var víst frægt um allan flotann. - Eitthvað einstakt atvik annað minn- isstætt af Skúla Magg? - Einhverju sinni vorum við á saltfisk- iríi á Selvogsbankanum í bullandi veiði og aðgerð í sæmilegu veðri. í kappinu við flatningsborðið sinnaðist þeim eitt- hvað Bjarna Veturliða og Kalla félaga hans. Bjarni tók hrygginn en Kalli risti fyrir. Fleiri stóðu þarna við aðgerð. Kalla þótti Bjarni seinn að taka hrygginn svo að fiskurinn safnaðist upp á flatnings- borðinu. Ætlar Kalli að ota hnífnum að Bjarna og segir um leið og hann býr sig undir að munda vopnið: „Ég sting þig með hnífnum, helvítið þitt, ef þú heldur ekki áfram.“ Ekki tókst betur til en svo í þessum aðförum, að flatningshnífurinn fer í kinn- ina á næsta manni og í gegn. — Það hefur væntanlega ekki staðið til að kallarnir færu að gera hverjir að öðrum? - Það á auðvitað aldrei að vera að gant- ast með hárbeitta hnífa. Þeir eru góðir til síns brúks og geta bjargað lífi manna en jafnframt verið stórháskalegir. - Þið hafið ekki verið með einhverjar tilraunir á Skúla eins og á Akurey? - Lítið um það. Skúli var farsælt skip og lítið um tilraunastarfsemi. Allt meira og minna i föstum skorðum. í næsta tölublaði segir Rabbi m.a. frá veru sinni á Fylki og til- drögum þess að hann fórst. 32 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.