Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 45
fylgdist með tækjum í brúnni kepptist mannskapurinn á dekkinu við að yfirfara bakborðstrollið. Stjórnborðstrollið var í hafi. Eftir rúmlega hálfa aðra klukku- stund kom kallið úr hóbnim —„ híf opp.“ An efa hafa margir togaramenn raulað texta Jónasar Árnasonar eftir að hann kom út. „Híf opp æpti karlinn inn með trollið inn, hann er að gera haugasjó, inn með trollið inn.“ Eftir rœs og glas tók bátsmannsvaktin við af stýrimannsvaktinni og bátsmað- urinn mætti því á grindina. Togvírarnir voru hífðir viðstöðulaust inn að hlera- merkjum. Pá var skverað og þess gætt að skipinu væri lagt þvert á báruna þannig að trollið héldist klárt frá skipinu og látið flatreka. Þá voru hlerarnir hífðir upp í topprúllur á toggálgum. Forhleramaður og pokamaður smeygðu græjukeðj- unum á hlerabrakketin og slökuðu síðan hlerunum niður í græjuna. Flathlekkir voru nú losaðir úr vargakjöftunum á brakketunum og voru dauðuleggirnir þá lausir frá hlerunum. Þá var komið beint samband milli grandara og togvírs og því hægt að hífa dauðuleggi og grandara inn á spil, en rossin voru hífð í topprúllur á toggálgum. Þar með var trollið komið að skipshlið. Húkkreipunum hafði nú verið brugðið á spilkoppana. Forhleramaður húkkaði fremra húkkreipi í forróp en pokamaður í afturróp. Næst var híft í rópana til að draga bússið upp. Græjunni í afturgálga var húkkað í hlekk á búss- endanum en gilsvírnum var húkkað í bússið að framan. Róparnir voru nú hífðir á innri spilkoppa en gilsinn á ytri. Gilsari hifði bússið upp yfir lunningu og inn á dekk. Bobbingalengjan var nú komin inn fyrir og var gilsinum þá kastað á höfuðlínuna. Höfuðlínan var hífð inn á gilsinum og þá lagðist öll dekkvaktin á að hala netið inn á höndum eða nota rúss- ann. Til að missa ekki netið út aftur sem náðist inn á innrólinu þá stigu allir á það á útrólinu. Þegar komið var að belg var byrjað að snarla. Mannskapurinn lagðist á belginn meðan snarlan var færð aflar á hann. Þetta var þrítekið, belgurinn inn- byrtur og var þá halað í stertinn. Litla gils var nú brugðið á vírlegg sem lá að pokanum og halað þar til pokinn birtist. Þá var stóra gils húkkað í pokagjörðina og pokinn hífður fram á síðuna. Pokinn var hífður inn fyrir á marg dobblaðri lallu í formastri. Á innrólinu skall hann 1 bakreipið. Feikna mikill aíli var í troll- inu og þurfti því að gefa slaka á belginn. Pokamaður hljóp undir pokann og losaði Pokahnútinn á kolllínunni með hröðum, öruggum handtökum. Aflinn var tíu pokar og lét pokamaður einn poka renna í pokapontið og hnýtti þá pokahnút fyrir aftur. Vegna mikils aíla hafði pokapontið verið hækkað upp með H-járnum. Pokinn var losaður í tíu törnum og var nú komið að þvi að hefja aðgerð. Heimildaskrá Útgefin heimildarit Ásgeir Jakobsson. 1971. Fiskimaðurinn, bók til hálpar við kennslu fiskimanns- efna. Fiski-félag íslands, Reykjavík. Óprentaðar heimildir Skipshafnarskrár. B.v. Sólborg ÍS-260. 1951-1953. Munnlegar heimildir Guðjón Arnar Kristjánsson (050744.3459) Togaraferill: Skipstjóri á togurun- um Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Guðleifsdóttir, Páll Pálsson. 1968-1992. Viðtöl 30.6, 15.7. 4.8. 2005. Guðmundur Halldórsson (210133.3729) Togaraferill: Hjálparkokkur ísborg, háseti og 2. stýrimaður Sólborg, neta- maður Marz, 2. stýrimaður Úranus, 2. stýrimaður Austfirðingur, bátsmaður Norðlendingur., 1. stýri- maður Steingrímur trölli, 1. stýrimaður Gígja, 1. og 2. stýrimaður Guðbjartur, 1. stýrimaður og skipstjóri Már. 1949- 1985. Viðtöl: 15.5., 25.5., 6.6., 21.6., 3.7., 15.7.,6.8., 20.8., 10.9., 20.9., 2005. Ólafur K. Björnsson (220325.4079) Togaraferill: Loftskeytamaður ísborg, Sólborg, Narfi. 1949-1968. Viðtöl: 16. maí og 25. júli 2005. Sjómannablaðið Víkingur - 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.