Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 49
Klettabeltið er víða hrikalegt. Erindið? Jú, ég skal útskýra það í fáum orðum. Þeir félagarnir Jón Stefán ingólfsson og Heimir Ásgeirsson, báðir á Grenivík, eiga fyrirtækið Fjörðunga ehf gönguferð- ir, en eftirnafnið segir alla söguna. Þeir bjóða upp á fjögurra daga gönguferðir um Fjörður undir leiðsögn mannsins sem hringdi í mig, Björns Ingólfssonar. Þetta þýðir að þrisvar þurfa göngumenn að nátta sig. Nú ætlum við að heimsækja þessa þrjá náttstaði og búa þá undir vet- urinn. Gönguferðirnar verða ekki fleiri á þessu ári. „En það skal ég segja þér,“ fullyrðir Björn, „að engin hefur komið óglaður til baka úr þessari göngu og eru þeir þó að nálgast eitt þúsund. Fólki líkar vel hversu gangan er afslöppuð. Aldrei rekið á eftir, enginn sprettur, og landslagið stórbrot- ið. Enda hafa göngumenn verið á öllum aldri, sá yngsti 5 ára og sá elsti áttræður." Fyrsti viðkomustaður okkar er í Látrum en þar bjó Látra-Björg. Meðfram ströndinni endilangri eru grásleppumið en á firðinum miðjum er Hrólfssker en þar var hinn 6. október 1951 kveikt á vita í fyrsta skiptið. Ekki var þó hægt að ná i ntennina, sem höfðu unnið við að setja hann upp, fyrr en fimm dögum síðar. Nú sljóvgast heyrn mín, eitthvað er rætt um vont veður, brim og svoleiðis - en núna er sólskin og ekki annað sýnna en að sólin haldi áfram að skína daginn á enda. Keflavík Svo er haldið áfram meðfram Aústurlandinu, eins og Svarfdælingar kalla Látraströndina, og fyrir Gjögrin þar sem endar landnám Helga magra. Á landamærum Helga heitins stendur viti °g vísar mönnum leiðina inn í landnám Lentir í Keflavik.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.