Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Side 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Side 56
Baráttan við skyrbjúg Enginn sjúkdómur hefur drepiöjleiri sjómenn en skyrbjúgur og í um það bil þrjár og hálfa öld,frá 1500 til 1850, dóufleiri sjómenn úr skyrbjúg en samanlagt af völdum annarra sjúkdóma, skipsskaða og vopnaðra átaka. Eins dauði er annars brauð. Hvergi sést þetta skýrar en þegar litið er á sögu skyrbjúgs. í þrjár og hálfa öld, allt frá landafund- unum miklu og fram á miðja 19. öld, lagði þessi ægilegi hörgul- sjúkdómur fleiri sjómenn að velli en fórust samanlagt í öllum fárviðrum, skipssköðum, sjóorustum og öðrum sjúkdómum er sagan kann að greina frá. „Brauðið“, sem grundvallaðist á þessum ægilegu hörmungum sjómanna, varð hins vegar mikið og óþrjótandi uppspretta auðs. Á það hefur í tímans rás verið þrýst mörgum vörumerkjum, sem sum hver eru heimsþekkt á 21. öldinni og nægir að nefna Coca Cola í því sambandi. Með öðrum orðum, gosdrykkjaiðnaður heimsins á rætur í baráttunni gegn skyrbjúg. Lind lauk miklu lofsorði á frásögn skipsklerksins um borð i Centurion, Richard Walters, en þar fann Lind einkar skýra frásögn af því hvernig skyrbjúgur tœrði menn og drap þá að lokum. Ferðafrásögn Walters, A Voyage Round the World, varfyrst gefin út á prenti árið 1748. Vasco da Cama Bæði Hippokrates, sem kallaður hefur verið faðir læknavísindanna, (uppi um 460-370 fyrir Krist) og rómverski nátt- úrufræðingurinn, Pliny, sem fæddist um svipað leyti og landar hans krossfestu Krist, kunnu skil á skyrbjúg. Það var þó ekki fyrr en á 16. öld að sjúkdómurinn fékk nafn og sjómenn tóku að óttast hann eins og sjálfan svartadauða sem á 14. öld drap um þriðjung allra íbúa í Evrópu og Asíu. Skýringin var að sjóferðir voru þá farn- ar að taka lengri tíma en nokkru sinni fyrr. Þetta var öld landafundanna miklu. Krydd og sögur unt hulda fjársjóði þrýstu mönnum æ lengra út á hafið og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. í júlí 1497 leggur portúgalski sæfar- inn, Vasco da Gama, úr höfn í Lissabon staðráðinn í að finna sjóleiðina til Austur-lndíalanda. Hann ræður yfir fjór- um skipum og 160 rnanna áhöfn. Það tekur flotann sex mánuði að komast fyrir Góðrarvonarhöfða en þá eru nánast allir um borð í skipunum fjórum orðnir veik- ir. Da Gama skrifar: „Margir af mönnum mínum eru sjúkir, hendur og fætur þeirra eru bólgnir og gómurinn svo upp- blásin að hann legst yfir tennurnar og kemur í veg fyrir að þeir geti etið.“ Það blæðir úr tannholdi manna, stund- um svo heiftarlega að stórir blóðpollar myndast við fleti helsjúkra sjómann- anna. Sálin verður líka fyrir áhrifum. Tilfinningarnar rísa hátt. Mennirnir verða grátgjarnir, þunglyndir og þjást af sjúklegri heimþrá. Skynfærin verða ofurnæm. Gróðurangan úr landi er vís til að valda þeim svo mikilli geðshræringu að þeir gráti hástöfum og þess eru dæmi að hvellurinn frá byssuskoti nægi til að drepa mann sem er kominn á lokastig skyrbjúgs. Þegar skipin leggjast loks að strönd- inni gerist kraftaverk. Innfæddir selja Portúgölunum appelsínur og á aðeins sex dögum eru allir heilir á nýjan leik. Da Gama þakkar guði fyrir lækninguna og einkar góðu loftslagi á staðnum. Ferðinni er síðan haldið áfram og da Gama nær markmiði sínu að komast til lndlands. Á heimleiðinni steðjar ógæfan að aftur. Mennirnir veikjast. Bænir eru fluttar og heitið á dýrlinga — og lagst að landi í leit að appelsínum. Alll kemur þó fyrir ekki og þegar flotinn kemur heirn til Lissabon eru 100 af 160 manna áhöfn skipanna fjögurra horfnir yfir í annan heim. Vasco da Gama gengur fyrir konung- inn og færir honum gull og gersemar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.