Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 57
Sjóleiðin til Indlands hefur verið opnuð og da Gama er fagnað á götum Lissabon eins og væri hann heimsmeistari í knatt- spyrnu. í kjölfarið verður Portúgal heimsveldi, og da Garna auðugasti maður landsins, en enginn minnist á sjúkdóm- inn ægilega sem grandaði meira en helm- ingnum af mönnum hans og undramáttur appelsínanna gleymist. Ekkert af engu Mannskepnan vill helst sjá söguna eins og mynd í svart-hvítu sjónvarpi en raun- veruleikinn er aldrei einfaldur. Allt á sinn aðdraganda og frumkvöðullinn byggir ætíð á reynslu annarra. Þannig var það líka með mennina sem gengu á hólm við þennan torkennilega og ægilega sjúkdóm sem virtist leggja sjómenn í einelti. Þegar grafið er í fortíðinni kemur í ljós að Kínverjar höfðu á 5. öld ræktað engifer um borð í skipum sínum til að verjast þessum banvæna hörgulsjúkdómi sem þá hafði ekki enn fengið nafn. Þeir höfðu áttað sig á því að beint sam- band gat verið á nrilli mataræðis og sjúkdóma. Hollendingar lærðu af Kínverjum að grænt kál og sítrusávextir gætu hreinlega skilið á milli feigs og ófeigs á löngum sjóferðum. Þeir urðu fyrstir Evrópumanna til að eignast stóra kaupskipaflota og um hríð réðu þeir lögum og lofum í hinni ábatasömu verslun við Austur-lndíalönd. Hollenski lækn- irinn, Ronsseus af Gonda, var með það á hreinu strax 1564 að sítrus- ávextir væru rétta meðalið gegn skyrbjúg, enda hafði hann reynt þá sjálfur á löngum sjóferðum. Hann varð líka fyrstur manna til að skrifa bók um þcnnan andstyggilega sjúkdóm. Það fór ekki hjá því að Englendingum bærist hin nýja kenning. Árið 1601 sigldi fyrsti leiðangur enska Austur-lndía félagsins af slað til lndlands. Markmiðið var að brjóta á bak aftur verslunareinokun Hollendinga í Indíalöndum. Á leiðinni kom þessi litli floti við á eyjunni Madagaskar til að safna appelsínum og sítrón- Leiðirt Vasco da Gama i stefni og bendir til lands. 1 örvæntingu lét hann þvo munn dauðvona upp úr hlandi í þeirrí von að það læknaði þá af hinni skelfilegu plágu sem skyrbjúguiinn vat: um „ ... sem er besta meðalið gegn skyr- bjúg,“ skrifuðu leiðangursmenn. Nærri einni öld síðar vakti enski rit- höfundurinn, John Coltbatch, máls á því AFRICA M.tlindi Montbasa að fjölmargir farmenn hefðu sagt honum frá undraverkan appelsína og sítróna. Það væri regla á lengri sjóferðum, sér- staklega lil Kína og Indlands, að sjómenn yrðu helteknir af skyrbjúg; skinnið spillt- ist af graftrarnöbbum, tannholdið bólgn- aði og tennur losnuðu og kvalir heltækju líkamann. En um leið og þeir næðu að úða í sig appelsínum og sílrónum gerðist kraftaverkið. Eins og hendi væri veifað næðu þeir heilsunni aftur. „Og þetta byggi ég ekki á frásögn eins eða tveggja einstaklinga heldur er þetta samdóma álit allra og enginn dregur í efa að þetta er sannleikur," skrifaði Coltbach árið 1699. Samt gerðist það sumarið 1744 að flotaskipið Centurion sneri eitt skipa aftur úr miklum leiðangri sex herskipa og tveggja birgðaskipa sem enski flotinn hafði tæpum fjórum árum áður gert út á hendur Spánverjum. Af 2000 manna áhöfn skipanna fórust 1.400, flestir úr skyrbjúg en fjórir í bardaga við óvininn. sem da Gama sigldi og kostaði 100 af 160 manna liði hans lífið. Vökvadælur Vökvamótorar ^SAUER WDANFOSS rvxeitSýtó' -ifr Stjórnbúnaður Danfoss hf Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.