Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 65
það skráð og hefur þar af leiðandi gefið skipinu ákveðin stimpil sem fylgir því áfram. Alll er þetta gert til að auka enn öryggi á heimshöfunum og koma í veg fyrir að annars flokks skip séu á ferðinni yfir heimshöfin. Á síðasta ári fóru hafnarríkiseftirlits- menn í Japan um borð í tæplega 22 þúsund skip og voru gerðar athugasemdir í tæplega 15 þúsund tilfellum eða 69% skoðana. Að vísu voru margar þeirra aðeins léttvægar alhugasemdir en athugasemdir samt. Menn áttu í töluverðu basli við aðfjarlœgja þetta Jlugmóðurskip sem tókst þó að lokum. Annað safn Skip hafa mikið aðdráltarafl og hugsa Grikkir sér eflaust gotl til glóðarinnar í þeim efnum með Libertyskipinu. En Bandaríkjamenn hafa verið nokkuð duglegir að varðveita göntul herskip og reyndar líka nokkur Liberty og Victory skip. Það var fyrir 23 árum sem flugmóðurskipið Intrepid var gert að safni í New York höfn og hefur það allar götur síðan haft jafn mikið aðdráttarafl og Frelsisstyttan og Ernpire State bygging- in. Ákveðið var að færa það frá Pier 86, þar sem gera á miklar endurbætur á þeirri bryggju, og þá um leið að nýta tækifærið til að laka skipið í slipp og gera einnig endurbætur á því. Pað var í nóvember sem aðgerðin byrjaði en í fyrstu tókst hún ekki sem skyldi. Búið var að dýpka höfnina til að ná hinu 50 þús- und tonna flugmóðurskipi frá Pier 86 en sú dýpkun reyndist ekki nægjanleg og komst skipið hvergi. Eftir fjögurra vikna dýpkun til viðbótar, sex dráttarbáta og 30 þúsund hestöfl lókst að ná skipinu af stað á ný og á frían sjó eftir 3 tíma. Var skipið tekið í þurrkvi í Bayonne í New Jersey en mun síðan verða við aðra bryggju næstu 18 mánuðina þar sem endurbætur fara frarn á því. Intrepid var, eins og Arlhur M Huddell, smíðað árið 1943 og var það þriðja skipið af 23 Essex flugmóðurskipum sem smiðuð voru af þeirri gerð. Var skipið í Kyrrahafsflota Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni og síðar í Víetnam frá 1966 til 67. Var því lagt árið 1974. Meira smygl Það er víðar sem menn freista þess að auðgast á smygli er> nýlega var rússneskur skipstjóri handtekinn í höfninni í Kolding í Danmörku þegar hann reyndi að smygla sígarettum 1 land úr skipi sínu Enisey. Var hann ásaml tveimur Dönum hnepptur i 14 daga gæsluvarðhald meðan á rannsókn máls- ins stendur yfir. Ríkislögregluembætlið og skattayfirvöld hafa til margra ára átt í góðu samstarfi við að leita uppi smyglara og hafa nú um nokkurn tíma haft eftirlit með Kolding höfn. Alls fundust 88 þúsund sígarettur eða tæp 5 mill svo talað sé í smyglstærðum í bíl sem var á bryggjunni við siðu rússneska skipsins. Til viðbótar hafa 14 aðrir aðilar verið yfirheyrðir í þessu máli. Grunur leikur á að hér sé á ferðinni markviss smyglslarfsemi. Góð afkoma Ferjusvið Stena Line útgerðarinnar birti nýlega afkomutölur fyrir árið 2006 og var tnikil gleði þar á bæ þar sem hagnaður ársins reyndist vera 5,4 milljarðar króna. Var það tvöföldun frá árinu á undan og ef farið er aftur til ársins 2004 er um fjórföldun að ræða. Ástæður þessa mikla hagnaðar má rekja til þess að aukning hefur orðið á fjölda farþega auk þess sem ekju- skipaflutningar hafa styrkst verulega. Þá má einnig benda á að félagið er að auki að sjá afrakstur af mikilli endurskipulagningu sem farið var í fyrir nokkrum árum. Lausnargjald Útgerðir eru farnar að hafa verulegar áhyggjur í kjölfar þess að nýlega var greitt lausnargjald til sómalskra sjóræningja fyrir tvö skip sem rænt hafði verið undan ströndum Sómalíu. Skipin höfðu verið í haldi sjóræningjanna í 40 daga þegar þeim var sleppt en ekkert amaði að áhöfnum þeirra. Það var fyrir lilstilli ættbálks á Puntlandssvæðinu 1 Sómalíu að samningar tókust en þeir höfðu milligöngu um viðræður við sjóræningjana. Líta menn svo á að búið sé að skapa hættulegt fordæmi sem muni kalla á grimmari aðferðir en hingað til hefur það verið regla í þessu sambandi að greiða engin lausnargjöld. Sea Diamond meðan allt lék í lyndi. Ákærðir Skipstjórinn og fimm yfirmenn af gríska skemmtiferðaskipinu Sea Diamond hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu í kjölfar þess að skip þeirra strandaði og sökk við eyjuna Santorini í Grikklandi 5. apríl s.l. Skipstjórinn var reyndar í sinni jómfrúrferð þegar atvikið átti sér stað og var eftir honum haft að hann hafi verið full öruggur með sjálfan sig. Var hann að sigla skipinu inn í stórfenglega gígskál sem skemmtiferðaskip sigla inn í og leggjast síðan við akkeri þar til að ferja farþega sína í land til skoðunar- ferða unr þetta forna jarðeldasvæði. 1.200 farþegar voru um borð auk 400 áhafnarmanna en tveggja farþega var saknað eftir að skipið sökk 15 tímum eftir strandið en skipið hafði í fyrra verið keypt frá Finnlandi og bar þá nafnið Birka Princess og sigldi milli Stokkhólms og Álandseyja. Sjómannablaðið Víkingur - 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.