Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 4
82
fcrÁTTÚRUPrt.
varð ljóst að svo var eigi, heldur ný tegund. Skal hér nú skýrt
nokkuð frá grasi þessu, sem er hið merkilegasta.
Spartina Townsendii, svo er nafn grass þessa, er stórgerð
og sterk planta. Hæð hennar er 60 til 100 cm. og stundum
meira. Rætur hennar eru tvennskonar, annarsvegar stuttar sog-
rætur, sem annast fæðutöku plöntunnar, en hinsvegar langræt-
ur, er liggja djúpt og festa hana rækilega í leðjugrunn þann,
er hún vex í. Vöxtur plöntunnar er lausþýfinn, og myndar hún
þúfur, sem eru 1 til 3 m. í þvermál, eru ætíð því sem nær
kringlóttar, því að rótarskot plöntunnar vaxa líkt og geislar í
allar áttir út frá henni. Stöngulblöðin eru allmörg, löng, út-
rétt og dökkgræn að lit, en stundum slær á þau bláleitum blæ.
Blómin standa í axi, og er öxunum skipað saman í sveipleitan
klasa. Þau eru löng og mjó, og minna við fyrstu sjón lítið eitt
á punt. Plantan blómgast á tímabilinu frá júlí til september, en
stundum nær þó blómgunartími hennar lengra fram á haustið.
Fræþroskun hennar er því aðeins örugg, að haustið sé langt og
hlýtt, en plantan hefir önnur tæki til útbreiðslu og viðhalds en
fræin. Er það bæði að hún æxlast með jarðrenglum, og auk
þess eru einstakir hlutar hennar svo miklu grómagni gæddir,
að afrifnir sprotar og sprotahlutar geta orðið að nýjum einstak-
lingum, jafnvel þó þeir hafi velkst um langan veg í sjó eða
vatni.
Þótt S. Townsendii sé strandplanta, vex hún eigi jafnt
með öllum ströndum, heldur er hún eingöngu bundin við þá
staði, sem ár falla til sjávar og leirur hafa myndast af árfram-
burði. Lífskilyrði hennar virðast vera leðjubotn auðugur að nær-
ingarefnum, eins og ætíð er, þar sem ár falla til sævar í kyrra
firði og flóa. Einnig virðast sjávarföllin vera henni þýðingarmik-
il bæði ber flóðbylgjan henni næringu, og auk þess sýnist plantan
þrífast bezt þegar hún til skiftis er á þurru landi og á kafi. Ef
til vill hefir blöndun salts vatns og ósalts þýðingu fyrir þrif
hennar.
Þar sem leirur stórar liggja út frá árósum eru beztu þrifa-
staðir plöntu þessarrar, nær hún tæplega út á meira dýpi en
1—1,5 m. um flóð.
Hið merkilegasta við plöntu þessa er þó e. t. v. saga henn-
ar. Eins og fyr er getið fannst hún fyrsta sinni árið 1870, en
síðan hefir hún stöðugt breiðst út, bæði á austurströnd Eng-