Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 13
NÁTTÚIIUFR. 91 Guííið í Esjunní. Það var uppi fótur og fit hér í Reykjavík veturinn 1904— 1905. Þá var verið að bora eftir vatni í Vatnsmýrinni, sunnan- vert við ,,Suðurpólinn“ hér í Reykjavík. Flaug þá sú fregn um bæinn, að fundist hefðu gullkorn í grjótmylsnunni, sem kom upp úr holunni. — Járnsmiður, sem vann að því, að hvetja bor- ana, sagði svo frá, að rákir í borum, sem hann hefði fengið í hendur, hefðu verið fullar af gulli, og hefði hann getað flýsað það upp með hnífnum sínum! — Síðar var stofnað félag hér í bænum, til að bora þar og leita frekar eftir gulli. — Eigi hefi eg getað náð í neinar skýrslur um árangurinn af þessum gullgrefti, og ekki heldur getað grafið upp neinar fulltryggar efnarannsóknir á jarðefnum þeim, sem rannsökuð hafa verið frá þessum stað þau árin, er sanni, að þar hafi fundizt gull. Virðist svo sem óvissa hafi verið með árangurinn. Fyrir fáum árum beitti Helgi H. Eiríksson skólastjóri sér fyrir því, að fenginn var kjarnabor hingað til lands, til þess að gera enn-frekari tilraun í Vatnsmýrinni. Var þá borað 57 metra djúpt í jörðu. Boruðu menn fyrst í' gegnum grágrýti, síðan gegn- um leirstein og sandstein með sæskeljum, svipaðan þeim, er finnst í Fossvogi. Þar fyrir neðan tók við grágrýti o. s. frv. En enginn vottur af gulli fannst í því, sem upj) kom. Síðar var mikið rætt um gullfund í Miðdal í Mosfellssveit. Við norðurjaðar Mosfellsheiðar-grágrýtisins í Miðdal, komu fram fornar blágrýtismyndanir, mjög ummyndaðar, líkar þeim, sem komu fram í giljum, sunnanvert í Esjunni. Er þar all-mikið af kvartsgöngum, og var talið, að gull væri í þeim göngum. Fleir- um sinnum hefir verið framkvæmdur þar prófgröftur og sumarið 1924 var prófessor Keilhack í Berlín, nafnkunnur jarðfræðing- ur og námufróður, fenginn til að athuga námuna. — Engar skýrslur hefi eg séð eftir hann um námuna, og ekki heldur hefi eg getað náð í neinar ritaðar upplýsingar um árangurinn af þessum rannsóknum í Miðdal, frá byrjun. — Björn Kristjánsson aljiingismaður hefir rannsakað sýnishorn af kvartsi þaðan; reynd- ist lítið eða ekkert gull í þeim. En samkvæmt munnlegum upp- lýsingum frá kunnugum manni, hefir þar þó fundizt sýnishorn með talsverðu gullmagni. Björn Kristjánsson hefir í mörg ár rannsakað steina og bergtegundir héðan og þaðan af landinu, til þess að vita, hvort

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.