Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 12
90
NÁTTÚRUFR.
Gljáfiskarnir eru líklega komnir af háfunum, þótt ekki
sé hægt að benda á neinn flokk núlifandi háfa sem forfeður
þeirra. Ríki háfanna hafði staðið lengi og með miklum blóma
þegar fyrstu gljáfiskarnir komu til sögunnar, en þegar það
verður, mótast geisimikið framfaraspor í þróunarsögu hins lif-
andi heims á jörðunni. Margir af gljáfiskunum voru alklæddir
sterkri beinbrynju, enda veitti ekki af, ]>ví háfarnir, sem höfðu
verið einherjar sjávarins kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld,
ofsóttu allt, sem komist varð yfir, og ef til vill hefir það stað-
fest framtíð gljáfiskanna, að þeir völdu sér vötnin að samastað,
að nokkru eða öllu leyti. Gl.jáfiskarnir komust brátt vel á legg,
og unnu fljótt víðáttumikil lönd, en við það skapaðist sú marg-
breytni, sem jafnan einkennir dýraflokkana á meðan þeir eru
í þróun (samanber laxfiskana nú á dögum). Þeir skiptust brátt
í þrjá undirættbálka, nefnilega brjóskgljáfiska (chondrostei),
beingljáfiska (holostei), og einn flokk til (crossopterygii). Af
þessum þrem bálkum eru brjóskgljáfiskarnir elstir, þeir eru
afkomendur háfanna, þeir eru stofn, sem myndar tvær miklar
greinar, og þessar greinar eru hinir tveir flokkar gljáfiskanna.
En það má segja um gljáfiskana eins og Jónas kvað um ísland,
„Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama,
lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld“. Nú eru
gljáfiskarnir ekki nema svipur hjá sjón, hjá því sem áður var.
En „þeirra orðstír deyr aldrei“, því þeir hafa borið tvö blóm,
og aldin þessara blóma hafa borið hamingju til að setja svip
sinn á heiminn. Á blómaöld gljáfiskanna var ekkert hryggdýr á
landi, engar slöngur sneru sig um greinar hitabeltisskóganna,
engar skjaldbökur sóluðu sig á eyjum heitu hafanna, engar
eðlur voru til, þvi tröllaöld jarðarinnar var ekki byrjuð, ekkert
spendýr hafði séð Ijós dagsins, og enginn fugl rauf kyrð hinna
þöglu frumskóga með söng sínum. Með komu gljáfiskanna í heim-
inn hefir líklega hamingjusól þessara yngri dýraflokka runn-
ið upp, því líklegt er að beingljáfiskarnir séu forfeður bein-
fiskánna, sem nú eru svo að segja einvaldir í sjó og vötnum,
og sennilega eru fyrstu og elstu froskdýrin afkomendur hins
þriðja undirættbálks gljáfiskanna, en froskdýrin áttu gæfu til
að leiða hryggdýrafylkinguna fram til nýrra landvinninga, því
þau námu fyrst land á þurru, þau eru Ingólfur í þróunarsögu
hryggdýranna.
Á. F.