Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 6
84 NÁTTÚRUFK. arar, hafi mörg hundruð km- aukist við strendur Englands og Frakklands á þeim 60 árum, sem liðin eru síðan hun ryrsi í'annst. Eins og geta má nærri, var óhjákvæmilegt, að hinum hraöa vexti og landvinningum plöntu þessarar yrði gaumur gefmn. Enda tóku vísindamenn brátt til óspiiltra málanna að rannsaka eðli hennar og lífsháttu, og jaíníramt var hún tekin í þjónuscu landbúnaðarins. Þar sem ieirstrendur voru með landi fram, en flóðbylgjan skolaði öllum gróðri brott og jafnvel braut at ströndinni sjálíri, var tekið tii að gróðursetja Spartma, og aux þess að vera notuð heima á Englandi var hún einnig send til New Zealands til tilrauna. Það reyndist svo, að Spartina engin eru hin beztu, bæði til heyskapar og beitar. Róta- og jarðstenglu- kerfi plöntunnar er svo þéttofið saman, að engið er furðugott yfirferðar, bæði með skepnur og vinnuvélar. Efnagreiningar hafa sýnt, að plantan hefir íóðurgildi á við ræktað engjahey. En brátt fóru aðrir en Englendingar að veita plöntu þessari at- hygli. Svo sem kunnugt er eiga Hollendingar í sífeldu stríði við hafið, verjast þeir því með mesta harðíengi, og sækja á alls staðar þar, sem nokkur er von landvinninga, en erfitt er stríð þetta og kostar of fjár. Það var því eigi að undra, þó að þeir gæfu jafn ágætum bandamanni og Spartina Townsendii virtist vera hýrt auga, jafnskjótt og fréttist um þá geysiland- vinninga, er hún gerði yfir á Englandi. Árið 1924 hófst holl- enzka stjórnin handa, og gerði út menn til Englands, til að kynna sér nákvæmlega allt, er að gagni mætti koma við rækt- un Spartina á Hollandi. Fóru sendimenn þessir um alla þá staði á Englandi, sem plantan óx á og söfnuðu þeir miklum fróðleik um líf hennar. Gáfu þeir síðan út skýrslu um ferð sína, og varð sá árangur af, að tekið var til óspilltra málanna að vinna land undan Ægi með hjálp Spartina á Suðvestur-Hollandi, þar sem Zeeland heitir, í nánd við ósa Scheldefljóts. Svæðið, sem Spartina er gróðursett á, liggur allt undir 1 til 1,5 m. djúpu vatni um flóð. í dýpra vatni vex hún ekki. Er hún gróðursett í raðir, og eru 3 m. milli plantna, og sömuleiðis 3 m. milli raða. Byrjað er næst ströndinni, en síðan færa menn sig lengra og lengra út, eftir því sem landið vinnst. Gróðursetn- ingin fer fram um fjöru, þegar leirurnar eru þurrar að kalla. Fyrst voru græðisprotar notaðir til gróðursetningar en síðan var tekið að nota ársgamlar kímplöntur, og reyndust þær betur. Fyrsta árið vaxa þúfurnar lítið, en þegar á öðru ári taka

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.