Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFR. 103 Þegar köfnunarefnið er ekki tengt öðrum efnum, eins og t. d. í loftinu, þá er það æfinlega þundið í slíkar sameindir, sem eru mjög stöðugar (stabil) og þarf afar mikla orku til þess, að kljúfa þær niður í frumeindir (274 kílógr-kaloríur == 117058,28 kílogr-metrar hver 28 gr. af N2). Þetta er orsökin til þess, hvað óbundið köfnunarefni gengur treglega í sam- band við önnur efni, því að sameindir þess verða að klofna áður en nokkur slíkur samruni getur átt sér stað. Frumeindir köfnunarefnisins ganga aftur á móti mjög greiðlega í ýms efnasambönd, ef þær á annað borð eru orðnar lausar, og það er einmitt þessi mikli hreifanleiki þeirra, sem gerir köfnunar- efnið svo afar þýðingarmikið í lífrænum efnasamböndum og efnaskiftum. Mestur hluti köfnunarefnisins er óbundinn í loftinu, en nokkuð af því er þó bundið öðrum efnum, bæði í lífrænum og ólífrænum samböndum. Af ólífrænum samböndum má nefna ammoníak (NH3) og súrefnissamböndin NO og N02, sem allt eru lofttegundir, en geta gengið í samband við vatn (H20) og myndar þá ammoníakið lútinn NH4OH en súrefnissamböndin sýrurnar HNOo og HNO;j (saltpéturssýra). Þessi efnasambönd mynda svo ýms sölt. Lúturinn myndar svo nefnd ammoníum- sölt, eins og t. d. NHjCl (salimiak) og (NH4):>S04 (hjartar- hornssalt). Sölt sýrunnar HNOs eru nefnd nitrit (NaN02 nat- riumnitrit, KN02 kaliumnitrit) og sýrunnar HN03 nitröt, t. d. NaNO;J natriumnitrat (Chilesaltpétur), KN03 kaliumnitrat (kalí- saltpétur) og Ca(NOa)2 kalciumnitrat (Noregssaltpétur). Af lífrænum köfnunarefnissamböndum er til mesti fjöldi. Merkastar eru aminosýrurnar, sem mynda svo nefnd polypep- tid, en þau eru talin aðaluppistaða eggjahvítuefnanna. Eins og öll önnur efni sem mynda lífræn efnasambönd, er köfnunarefnið á víxl í lífrænum og ólífrænum samböndum. Það tekur þátt í vissri röð af efnabreytingum, sem endurtaka sig aftur og aftur, og er því' á einlægri hringrás. 1 jarðveginum er það bundið í ýmsum ólífrænum söltum, þar á meðal í nitr- ötum, en þau eru eitt aðal-næringarefni jurtanna. Jurtirnar sjúga nú þessi sölt uppleyst í vatni með rótum sínum og binda köfnunarefnið kolvetnunum, sem þær vinna úr koltvísýring (C02, oft ranglega nefnd kolsýra) loftsins og vatni. Úr þessu verða svo að síðustu amid og ýms eggjahvítusambönd, sem safnast fyrir í líkama jurtarinnar og verða henni til viðhalds og þroska. Nú lifa dýrin á jurtunum og meltingarvökvar þeirra

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.