Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFR. 105 áður var sýnt, eða jurtirnar taka það til sín, en þær neyta þess samt miklu minna en nitratanna. Ef jarðvegur inniheldur saltpétur og mikið af lífrænt bundnu kolefni, geta vissar tegundir bakterí'a notað súrefni saltpétursins til þess, að brenna kolefnið (öndun), og losnar þá köfnunarefnið þannig: 2KNO;i + 2C = N20 + K2C0a+C0a 2N20 + C = 2N2 + C02 Sama gildir um nitritin: 2KN02+C — N20 + K2C03 2N20 + C = 2N + C02 Þetta á sér helst stað, þegar bakteríurnar ná ekki í súrefni úr loftinu, eins og oft vill verða ef jarðvegurinn er mjög þéttur eða mettaður vatni. Þá hefir verið skýrt frá því, hvernig köfnunarefnið losnar venjulega úr samböndum sínum og berst óbundið út í loftið, og skal nú vikið að því, á hvern hátt það verður bundið aftur. Eins og áður var sagt, þá er köfnunarefnið í loftinu mjög óaðgengilegt og þarf afar mikla orku til þess, að binda það aft- ur. í þrumuveðrum kljúfa eldingarnar fjölda af köfnunar- efnissameindum í loftinu, sem þá sameinast súrefni og vatni og rigna til jarðar, þar sem þær svo mynda sölt með málmum í jarðveginum (t. d. natrium). Þar sem loftslag er þurt, skolast þessi sölt ekki í burt heldur safnast fyrir, og er því jafnvel haldið fram, að saltpéturinn í Chile sé þannig til kominn. En köfnunarefni verður einnig bundið á lífrænan hátt, og eru til margar tegundir af bakteríum og sveppum, sem eru þess megnugar. Skilyrðin til þess, að þessar lífverur geti leyst starf sitt af hendi, eru þau, að þær hafi mikið af auðleysan- legum kolefnissamböndum og lofti, en sem minnst af köfn- unarefnissamböndum. Köfnunarefnisvinsla smáveranna er tvennskonar, sumar tegundir þeirra lifa lausar í jarðveginum og skila honum köfnunarefnissamböndunum, þegar þær deyja, en aðrar setjast að á rótum ýmsra jurta og fá hjá þeim kol- vetni en láta þær hafa köfnunarefni í staðinn. Mynda bakter- íurnar hnúða á rótunum, og verða þeir að teljast all-merkileg- ar vinnustofur. Orkuna til þess að vinna köfnunarefnið, er talið að bakteríurnar fái úr kolefnissamböndunum, en hvernig þessi efnaskifti að öðru leyti eru, vita menn ekki ennþá. Sá jurtarflokkur, sem þekktastur er fyrir að lifa í þann- ig löguðu samlífi (symbiose) við bakteríur, eru leguminosurn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.