Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 26
104 NÁTTÚRUFR. kljúfa eggjahvítuefnin niður í polypeptid og aminosýrur, sem berast út í líkama dýrsins og mynda þar eggjahvítuefni á ný, en þau eru oft annars eðlis en eggjahvítuefni jurtanna. Það sama gildir einnig, þegar dýrin leggja sér hvert annað til munns, nema hvað minni eðlisbreyting verður á eggjahvítuefnunum. Af eggjahvítuefnum eru til margar tegundir og er bygg- ing þeirra mjög margbrotin, svo að hún þekkist aðeins að litlu leyti. En nú losnar allt aftur og molnar niður, því að jurtirnar og dýrin deyja og líkamir þeirra rotna. Öll úrgangsefni, sem dýrin losa sig við í lifanda lífi, fara auðvitað sömu leiðina. Rotnunina orsaka ýmsar bakteríur og sveppir, sem alls staðar eru á sveimi, en ná ekki að hefja starfsemi sína í líkömum jurta og dýra fyr en þau eru dauð. Þegar eggjahvítuefnin rotna, þá myndast ýms einfaldari köfnunarefnissambönd, en síðasta stigið er venjulegast ammon- iak, sem þá getur gengið í samband við ólífrænar sýrur í jarð- veginum og myndað sölt (ammoniumsölt). En nú koma aðrar bakteríur til sögunnar, en það eru svonefndar nitritbakteríur og nitratbakteríur. Þær fyrnefndu breyta ammoniaki í nitrit: NH3 + 30 = HN02 + H20 þær síðarnefndu nitritunum í nitröt: HNOo + O = HNOs Við þessi efnaskifti, sem nefnd eru sýring (oxydation), eða í þessu tilfelli öllu heldur öndun, vinst orka, sem þessar bakter- íur nota til þess, að vinna koltvísýringinn úr loftinu, en þær hafa enga blaðgrænu og geta því ekki unnið hann á sama hátt og aðrar jurtir. Nú taka jurtirnar aftur til sí'n nitrötin og breyta þeim í lífræn efnasambönd, og hefst þá sama sagan aftur. Þessi hringrás köfnunarefnisins er nú samt ekki alveg lokuð, þannig að ekkert af köfnunarefni tapist úr henni eða nýtt bætist við, því að hvorttveggja á sér stað, og skal fyrst vikið að því fyrnefnda, köfnunarefnistapinu. Hér eru aftur bakteríur að verki. Eins og nitrit- og nitrat- bakteríurnar breyttu ammoniakinu í nitrit og nitröt, geta aðr- ar tegundir baktería unnið í gagnstæða átt og myndað amm- oniak aftur úr súrefnissamböndunum. En komi ammoniak sam- an við sýruna HN02 getur köfnunarefnið losnað á þennan hátt: NH8 + HN02 = NH.,N02 = N2 + 2H20 Þessi efnaskifti eru samt talin frekar sjaldgæf, því að venju- lega sýrist ammoniakið aftur og myndast þá nitröt, eins og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.