Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 32
110
NÁTTÚRUFÍt.
ar eru nefdýr, og hvergi hafa fundizt leyfar af þeim, nema í
Ástralíu. Breiðnefurinn á heima á suðurhluta meginlands Ástra-
líu, og svo á Tasmaníu. Hann lifir við ár og vötn, og grefur sér
ganga í bakkana. Gangarnir eru með tveim opum, öðru upp á
bakkann, en hinu niður í vatnið. Hann lifir einkum á skor-
dýralirfum, ormum, sniglum, en þó aðallega á einni skeljateg-
und (corbicula). Hann hefir breiðan gogg eða nef, alklætt
mjúkri húð, en í munninum eru einskonar hornjaxlar, einn í
hverjum kjálkahelmingi. Dýrið rótar botninum upp með nef-
inu, til þess að finna skeljarnar, en mylur þær síðan á milli
tannanna. í æsku bólar á mjólkurtönnum í kjálkum breiðnefs-
ins, eins og hjá öðrum spendýrum, en þær víkja síðan sess
fyrir horntönnunum.
Af mjónefum eru einungis til tvær ættkvíslir, og heita þær
echidna og proechidna, á vísindamáli. Sá fyrinefndi á heima
á öllu meginlandi Ástralíu, og auk þess á Tasmaníu og Nýu
Guineu, en sá síðarnefndi er aðeins vestan til á Nýu Guineu.
Mjónefirnir halda sig mest í þéttum frumskógum og kjarri,
eða þá í klettóttu fjalllendi. Þeir hafa mjóan horngogg og langa
tungu, sem er slímug að framan. Með henni veiða þeir maura.
Af því hafa þeir fengið nafnið mauriglar, því að hárin á bak-
inu eru mjög stinn og líkjast broddum broddgaltarins, sem á
sumum útlendum málum heitir ígull.
Á. F.
Fískískýrsíur og hltmnínda
fyrir árið 1929 eru nú nýkomnar út. í þeim er eins og vana-
lega mikill fróðleikur, má til dæmis nefna yfirlit yfir selveiðar
og fuglatekju frá því fyrir aldamót þangað til 1929 að því
ári meðtöldu.
Eftir skýrslunum hefir fuglatekjan hér á landi verið þessi:
Lundi Svartf. Fýll Súla Rita Samtals
Árið: þús. þús. þús. þús. þús. þús.
1897- —1900 meðaltal 195.0 66.0 58.0 0.7 18.0 337.7
1901- -1905 — 239.0 70.0 52.0 0.6 17.0 378.6
1906- -1910 — 212.6 104.1 40.7 0.8 19.5 377.7
1911- -1915 — 214.6 86.3 44.0 0.5 15.1 360 5