Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 7
NÁTTÚRUFR. 85 jarðrenglurnar að teygja úr sér, og þá ber plantan nokkur blóm, á þriðja ári er þúfan orðin meter í þvermál og blómgast fullum fetum. Hefir vöxturinn gengið svo ört, að þau svæði, sem gróð- ursett var á árið 1925 voru algróin 1930, svo að varla sá þar nokkurs staðar í auðan leirublett. En jafnframt þessu verður. eins og fyrr er sagt. breyting á jarðveginum. Flóðið, sem alltaf þvær yfir grasflákana, ber með sér leir og leðju, sem grasið heldur eftir, og þannig hækk- ar landið smám saman, hefir hækkunin víða numið allt að m. á þessum 5 árum, sem liðin eru síðan byrjað var að rækta þar Spartina Townsendii, áður nam hækkunin aðeins 1—2 cm. á ári. En þegar landið tekur að hækka og þorna, hefir Spart- ina lokið hlutverki sínu, taka nú aðrar grastegundir að nema land í ríki hennar, en hún minkar að sama skapi. En þá er land- ið um leið orðið ræktunarhæft, og landvinningunum er að fullu lokið. Eins og áður er á vikið, fannst Spartina Townsendii fyrst á Englandi árið 1870, en 1893—94 fannst hún einnig innst inni við Biskayaflóa, á báðum þessum stöðum óx þá mjög lítið af henni. Þegar litið er á hinn hraða vöxt hennar síðan, liggur næst að halda að hún hafi verið nýkomin á þessa staði, en hvaðan? Því verður ekki svarað á annan hátt, en að tegundin hafi verið nýsköpuð, því að tegund þessi er hvergi þekkt ann- ars staðar á jörðunni. En þá vaknar spurningin: Hvernig hefir tegund þessi skap- ast? Því er enn ekki fullsvarað, en miklar líkur benda til, að hér sé um kynblending (bastarð) að ræða. Eins og fyrr er nefnt, hefir Spartina-tegund ein, S. stricta að nafni, vaxið í Evrópu um nokkur hundruð ára, önnur tegund, S. alterniflora hefir fvrir alllöngu slæðst til Evrópu frá Ameríku, en er sjaldgæf. Á þessum tveimur fyrstu fundarstöðum S. Townsendii eða sköpunarstöðum hennar, vaxa báðar hinar umræddu tegundir saman. Það sem einkum mælir með, að hér sé um bastarð að ræða er, að S. Townsendii hefir allmörg af einkennum beggia hinna tegundanna, líkist í báðar ættir. Hinsvegar þykir það mæla í móti, að hún er frjó og hefir sýnt kynfestu mikla í öll- um einkennum sínum. En nýjustu erfðarannsóknir hafa sýnt að slíkt má vel verða, þótt um bastarða sé að ræða, en ei skal það mál rætt nánara hér.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.