Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 14
92 NÁTTÚRUFR. í þeim fyndist guil eða aðrir dýrir málmar. Hefir hann birt ár- angurinn af þessum rannsóknum sínum í „Vöku“ (192D). — Hefir hann fundið gullvott á all-mörgum stöðum, einkum í Lóni og Álftafirði eystra. Þar slcýrir hann einnig frá því', að hann hafi fundið gull í Mógilsá í sunnanverðri Esjunni. Eftir að þessi grein Björns Kristjánssonar kom út, urðu þessar gullrannsókn- ir'hans'að umræðuefni í blöðunum í Kaupmannahöfn. — Var leitað álits nokkurra danskra jarðfræðinga um málið, og drógu þeir mjög í efa, að þessar niðurstöður Björns væru réttar. Sumarið 1929, áður en eg fór á norræna náttúrufræðinga- mótið í Kaupmannahöfn, vildi eg fá ítarlega rannsókn á gull- fundarstöðunum í Esjunni, svo að eg gæti birt árangurinn á náttúrufræðingafundinum. — Varð það úr, að Björn Krist- jánsson fór með mér og Trausta Ólafssyni efnifræðingi upp að Mógilsá. Leiðbeindi hann okkur þangað, sem hann hafði tekið þau sýnishorn, sém hann rannsakaði, og gullið hafði fundizt í. Er það sami staðurinn, þar sem gamla kalknáman var, sem kalk- steinn var tekinn úr til kalkbrennslunnar hér í Reykjavík, er rekin var um stutt skeið. Er staðurinn stuttan spöl fyrir ofan aðal-fossinn í Mógilsá, í árbakkanum að vestan, um 190 metra hátt yfir sjá. — Þar umhverfis eru blágrýtismyndanir, sem auð- sjáanlega hafa um langt skeið orðið fyrir miklum jarðhitaá- hrifum. Bergið er víða mjög sprungið og sprungurnar fylltar af kalkspat og kvartsi. Sumar sprungurnar hafa verið örmjóar, en sú stærsta 1—2 m. í þvermál. Er hún fyllt af kalksteins- og kvartsblendingi, og var þar tekinn kalksteinninn til brennsl- unnar í gamla daga. í þessum sprungufyllingum er talsvert af brennisteinskís, sem glóir eins og gull; gæti hann orðið til að villa ýmsum sjónir, svo að þeir héldu, að kí'skornin væru guil. Blágrýtið er víða meyrt orðið og upplitað út frá sprung- unum; ýmist móleitt, bleikt eða grænleitt. Heitar jarðgufur og heitt vatn, sem streymt hefir um sprungur þessar endur fyrir löngu, meðan þær voru djúpt í jörðu, hafa umbreytt berginu svona, og þær hafa borið með sér kalkefnið (calcium) og kís- ilinn (silicium), sem smám saman hafa safnast í sprungurnar og fyllt þær. Á sama hátt hefir og bæði járn og brennisteinn borist í sprungurnar, sameinast og orðið að brennisteinskís. — Sumt af þessu hefir vatnið leyst úr bergtegundunum í kring, en sumt hefir getað komið með heitu jarðvatninu og gufunum geys'- djúpt úr jörðu. Á sama hátt getur einnig g u 1 1 og aðrir fá- gætir málmar borist neðan úr jörðinni, og sezt fyrir í slíkum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.