Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 10
88 NÁTTÚRUPR. í lifnaðarháttum minnir styrjan í mörgu á laxinn. Hún hrygnir í ám og vötnum, en helzt á hörðum botni, nálægt ós- um, einkum ef vatnið er dálítið blandað sjó. í norðanverðri Ev- rópu fer styrjan að ganga upp í árnar í maí, og hrygnir í maí og júní, en í Suður-Evrópu byrja göngurnar nokkuð fyr, ef til vill í marz, og þar fer hrygningin fram í apríl og maí. — Hrognafjöldinn er feikilega mikill. f einni styrju, sem var 241 sm. á lengd, voru t. d. 19 lítrar af hrognum, og vógu þau 48 kg. Eftir rannsóknum Bandaríkjamanna, er hrognaf jöldinn 0,8—2.4 milljónir, og rúmtak þeirra 20—60 lítrar, svo styrjan má telj- ast meðal hinna frjósömustu fiska. Eggin ei'u um 3 mm. að þvermáli, þegar þau koma í vatnið, og loða saman í böndum eða kökum, og festast við botninn, en þess vegna er nauðsyn- legt, að hann sé nokkuð harður. Eggin eða hrognin eiga marga óvini, en verstur þeirra allra mun állinn vera, því dæmi eru til þess, að áll hafi smogið inn í egggöng hrygnunnar, til þess að gæða sér á eggjunum. Til þess að bæta úr þessari hættu, hef- ir náttúran hagað því þannig, að styrjueggin eru mjög fljót að klekjast, ekki nema 3—4 daga, ef hitinn er um 20 gráður, en upp undir viku, ef kaldara er. Þegar ungarnir koma úr egg- inu, eru þeir um einn sentim. á lengd, og nærri svartir. Þeir minna öllu meira á lirfur froskdýra en fiska. Seiðin vaxa mjög fljótt, og eftir eitt ár eru þau orðin um 20 sentim. á lengd, eða jafnvel meira. Líklega eru þau mjög skamman tíma í vötnunum, í mesta lagi 2—3 ár, en stundum getur þeim þó dvalist þar lengur. Þegar styrjan er komin út í hafið, fer hún langar ferðir, eftir nokkrum merkingum að dæma, en leitar ekki aftur upp í ár, fyrr en hún er kynþroska, eða 1—2 metrar á lengd. Styrjan verður víst mjög gömul, því sannað er, að styrja hafi lifað í 86 ár, og önnur tegund, náskyld þessari, hvað geta lifað í 200—300 ár. Styrjan er ekki sögð stíga í vitið, og auk þess er hún æði dutlungafull. Stundum lætur hún taka sig alveg upp úr sjón- um, án þess að „hefjast handa“ til varnar, en allt í einu rakn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.