Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 20
98 NÁTTÚRUFH. ið að notum, en hjá mörgum er annað gat á hjúpnum, gotrauf- in (cytopyge), sem saurinn fer út um.Frá þessari reglu eru þó undantekningar, því mörg þeirra skolpdýra, sem hafa tek- ið sér fastan bústað í þörmum dýranna, vantar bæði munn og gotrauf, enda er þá hjúpurinn oft þunnur og mjúkur, því hans er ekki lengur þörf. Eins og áður er vikið að, geta skolpdýrin ekki teygt út anga, og þannig fært sig úr stað eins og t. d. teygjudýrin, og vegna þessa hafa myndast einskonar sundtæki, sem nægja svo fullkomlega hreyfingakröfu margra smádýra, sem lifa í vatni • • • • 0 O o o • o 3. myricl. Smákjarninn hefur skift 4. mi/nd. Allir smákjarnarnir, er hafa sjer, en stórkjarninn er horfinn. myndast við skiftingu þess eina, sem var í upphafi, eru horfnir, nema einn, sem er eftir i hverri sellu. og sjó, að þau hafa staðist marga prófelda reynslunnar, einnig meðal margra annarra dýraflokka. Þessi sundtæki eru örlitlar hrtyfanlegar totur, svonefnd hár(cilia). Þessar totur eiga upp- tök sín í plasmanu (svo nefnisc hið meira eða minna fljót- andi efni, lífslímið, sem sellan er gerð úr), og við rót þeirra eru dálitlir kjarnar eða hnútar í plasmanu, einn við hverja rót. Út frá þessum kjörnum liggja svo toturnar gegn um örfín göt á hjúpnum. Á mörgum tegundum skolpdýra er allur líkaminn alþakinn þessum totum, eða bifhárum, eins og við getum nefnt það, þessi bifhár eru á sífeldri hreyfingu, þau eru nokkuð stíf nema innst, þar eru þau eins og á hjörum, og hreyfast einung- is í eina átt, eins og ár, sem róið er með. Hjá mörgum skolpdýr- um er bifhárunum skipað í raðir, eftir dýrinu endilöngu, og þá er hjúpurinn óhærður á milli raðanna. Nokkur af bifhárun- um eru oft mjög sterk, eins og dálitlir broddar, og oft eru heil-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.