Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFR. 87 að nota rótarsprota en fræ, ef tilraunir yrði gerðar hér. — 1 vetur keypti eg 500 rótarsprota af flæðigrasinu, og bað hr. Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóra á Hvanneyri að gróðursetja þá. Varð hann fúslega við þeirri beiðni og bar sjálfur af því tals- verðan kostnað, auk fyrirhafnar. Vegna kaldrar veðráttu, urðu rótarsprotarnir fyrir nokkuru hnjaski áður en þeir komust að Hvanneyri og skömmu eftir að þeir voru gróðursettir, gerði frost, og kulnuðu þá sumir þeirra. — Fyrir nokkurum dögum talaði eg í' síma við Halldór skólastjóra, og sagði hann mér þá, að um helmingur rótarsprotanna hefði fest rætur og dafn- að sæmilega. Vóru þeir gróðursettir á leirum í Hvítá. Þó að óvíst sé, hvort jurtir þessar lifi næsta vetur, þá væri æskilegt að gera nýja tilraun eða tilraunir næsta vor. Leirurnar í botni Eyjafjarðar væri ágætlega fallnar til slíkra tilrauna. — Fimm hundruð rótarsprotar kosta röskar hundrað krónur hingað komnir. — Reykjavík, 2. sept. 1931. Baldur Sveinsson. Styrjan og ættíngjar hennar, gíjáfískarnír. Þótt styrjan sé ekki algengur fiskur hér á landi, er hún og ættbálkur sá, sem hún tilheyrir, gljáfiskarnir, svo stórmerki- legir fiskar, að þeir verðskulda að þeim sé athygli veitt, ekki síður hér á landi en annars staðar. í lögun minnir hún dálítið á háf (sbr. myndina). Stærðin er vanalega 2—3 metrar, og þyngdin um og yfir 100 kg., en stærsta styrja, sem hefir veiðst, var allt að því 6 metrar á lengd, og vóg 415.5 kg., eða rúmlega % hluta tons. Sjálf ,,beinagrind“ styrjunnar er öll úr brjóski gerð, en höfuðið er alþakið bein- plötum að utan, og eftir búknum og styrtlunni eru fimm raðir af beinskjöldum, ein á hrygg, ein á hverri hlið ofanverðri og tvær á kviðnum. Munnurinn er neðan á höfðinu eins og á háf- unum, en í honum eru engar tennur. Á hinn bóginn er hann umgirtur einskonar vörum, sem dýrið getur skotið dálítið út.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.