Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 22
100 NÁTTÚRUFR. gagn og nýru æðri dýranna. Yst í plasmanu, úti við hjúpinn, er talsvert af einskonar vöðvaþráðum, og starfsemi þeirra veld- ur því að dýrið getur breytt lögun, og í legg þeim, sem margar tegundir eru festar með við botninn, eru vöðvatægjur, sem geta lengt eða stytt legginn. Auk þessa er oft mikið af dálitlum fitudropum (forðanæring) og litarefnum í sellunni. Merk- ustu líffærin í sellunni eru þó kjarnarnir. Skolpdýrin hafa einn mikinn kjarna, stórkjarnann, í' öðrum enda sellunnar. Hann er mjög mismunandi að lögun, og mun hlutverk hans vera að annast efnabreytingarnar í sellunni (meltinguna, hreyfinguna, 7. mynd. Smákjarninn, sem eftir varð við býttunina, og aðkomu- kjarninn, ætla að fara að renna saman. Dýrin fara að skilja. 8. mynd. Dýrin hafa losnað úr sambandi hvort við annað, kjarn- arnir runnir saman. 9. mynd. Smá- kjarninn, sem myndaðist við samrunann, hefur skift sér í fjóra stórkjarna og fjóra smákjarna. o. s. frv.). í hinum enda sellunnar eru einn eða fleiri kjarnar, sem vegna smæðar sinnar nefnast smákjarnar (1. mynd). Langmerkilegasta atriðið í lifnaðarháttum skolpdýranna, er þó án efa það, hvernig þau auka kyn sitt. Ekkert bendir á að eiginleg æxlun fari fram, og að því er menn vita, myndast engar kynsellur. Eins og flest önnur frumdýr geta þau aukið kyn sitt á þann einfalda hátt að skifta sér, hvert dýr skiftist þá umsvifalaust í tvennt, og við skiftinguna greinist hver kjarni, hvort sem er stórkjarninn eða smákjarnarnir í tvo parta, svo þau tvö dýr, sem myndast, verða að öllu leyti eins, eins og móð- urdýrið. En það, sem sérstaklega einkennir skolpdýrin, gagnvart öllum öðrum dýrum, er hin svonefnda skinæxlun (conjugation), en hún fer fram sem hér segir. Fyrsta stigið er að tvö skolp-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.