Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 28
106
NÁTTÚRUFR.
ar, en af þeim flokki eru það aðeins nokkrar tegundir af ertu-
blómaættinni, sem finnast hér á landi. Auk þess þekkjast ýmsar
aðrar jurtategundir, sem afla sér köfnunarefnis á sama hátt,
en þær hafa ekki eins mikla þýðingu sem nytjaplöntur. — I
þessu sambandi má minnast á svonefndar svepprætur (mykor-
rhiza), en það er sveppagróður á rótum ýmsra trjátegunda,
sem talinn er vinna köfnunarefni úr loftinu, er trén svo gera sér
gott af. Ennfremur eru til nokkrar hitabeltisjurtir, sem hafa
samskonar hnúða á blöðunum og þá, sem áður var minnst á,
á rótum leguminosanna.
Eins og þegar er ljóst, er það mjög þýðingarmikið atriði
fyrir vöxt og viðgang jurtanna, að jarðvegurinn innihaldi mik-
ið af köfnunarefni og að í honum séu bakteríur, sem annað-
hvort vinna köfnunarefni úr loftinu eða breyta lífrænum sam-
böndum og ammoniaki í nitröt. Þessu hefir verið veitt eftirtekt,
og nú er aukinn þroski nytjajurtanna meðal annars með því,
að auka köfnunarefnisinnihald jarðvegarins á einn eða annan
hátt. Það sem beinast liggur fyrir er að flytja köfnunarefnis-
samböndin frá þeim stöðum, sem þau hafa safnast fyrir á, og
bera þau á, sem kallað er. Mikið af saltpétri frá Chile hefir ver-
ið notað þannig. En nú er yfirleitt ekki mikið til af þessháttar
samböndum, svo að almennt er tekið til að vinna köfnunarefn-
ið úr loftinu og nota það til áburðar. Eru til þess margar að-
ferðir, sem allar byrja á því að kljúfa köfnunarefnissameind-
ina, en það er ekki svo auðvelt. Um leið og frumeindirnar losna
hver frá annari eru þær bundnar annaðhvort súrefni (Birke-
land-Eyde, Schönherr) eða vatnsefni (Haber-Bosch). Úr þess-
um samböndum er gerð saltpéturssýra, sem oftast er þá bund-
in kalki (CaO) og myndast við það efnasambandið Ca (NO;í)^,
svonefndur Noregssaltpétur, sem notaður er til áburðar. Salt-
péturssýruna má einnig tengja ýmsum öðrum efnum t. d. kal-
inum (KNO;i), sem líka er notað sem áburður.
Allar þessar aðferðir eru mjög kostnaðarsamar vegna
þeirrar miklu orku, sem þarf til þess, að kljúfa köfnunarefnis-
sameindina. Köfnunarefnisáburður er því yfirleitt mjög dýr.
En eins og áður hefir verið skýrt frá er til annar mögu-
leiki til þess, að vinna köfnunarefni loftsins og gera það að-
gengilegt fyrir jurtirnar, og hann er að láta bakteríurnar í
jarðveginum gera það. Þar er tilkostnaðurinn miklu minni og
vinslan getur verið drjúg þótt hægt fari. Nú er þessi aðferð
afar víða notuð. Er bakteríunum ýmist sáð lausum í jarðveg-