Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 16
Ó4 NATTÓRUE'n. að svo sé í námum erlendis, þar sem líkt hagar til. Að minnsta kosti var ekki auðið að finna nein hrein gullkorn í kvartsgrjótinu eða mylsnunni af því, þó það væri rækilega athugað með góðu stækkunargleri. — Þessi niðurstaða gullrannsóknarinnar á Mógilsá kom alveg heim við það, sem Björn Kristjánsson hafði fundið áður, og eru það góð meðmæli með öðrum rannsóknum hans. Nú mun margur spyrja, hvort nokkrar líkur séu til, að það geti borgað sig að vinna gull á þessum stað. — Því er ómögulegt að svara með neinni vissu, að svo komnu. Allvíða erlendis eru námur reknar, þar sem gullgrýtið hefir eigi nema 10—12 gr. af gulli í smálest, og á stöku stöðum þykir gullnámið borga sig, þó að eigi séu nema 3—5 gr. í smálest. En það er mjög komið undir kaupgjaldi á þeim stað, þar sem námið er rekið og annari aðstöðu við námið. Það mun láta nærri, að hvert gr. gulls sé þriggja króna virði í íslenzkum peningum; þar sem gullnámið er eigi nema 10—20 gr. í smálest, yrði eftirtekjan af smálest 30—60 krónur, sem allur kostnaður við vinnuna á smá- lestinni yrði að takast af, auk annars kostnaðar við vélar o. fl. En fyrst af öllu þarf að fá fulla vissu um það, hve mikið sé fyrir hendi af grjóti með þessu gullmagni. — Það þarf að hreinsa svæðið, þar sem gullgangarnir eru, svo mæla megi gangana og kanna gullmagn þeirra á fjölmörgum stöðum, framkvæma reynslu- gröft, til þess að fá nokkurnveginn vissu um kostnað við gröftinn, og til þess að fá vitneskju um gullmagnið, þegar kemur nokkra metra ofan í jörðina. Að þessu loknu er fyrst hægt að fara nær um það, hvort námið borgi sig með þeim vinnukrafti og tækjum, sem völ er á. — Það verður ekki véfengt lengur, að gull sé þó til í jarðlögum hér á landi. I glasi á borðinu fyrir framan mig liggur ofurlítið íslenzkt gullkom, sem Trausti Ólafsson hefir seitt út úr grjótmola úr Esjunni. Eg lagði þetta gullkorn fram sem sönnunargagn með erindi því, er eg flutti um Gullið í Esjunni á náttúrufræðinga- fundinum í Kaupmannahöfn 1929. Nægði það, ásamt efnarann- sóknarskýrslu Trausta, sem prentuð er hér á undan, til þess að sannfæra jarðfræðingana, er þar voru staddir. Þetta ætti líka að vera nægileg hvöt til þess, að ríkið tæki að sér að láta rannsaka til hlítar, hvort hér í Esjunni séu svo gull- auðugar jarðmyndanir, að það borgi sig að nema þar gull. — Rannsókn þessi myndi að vísu kosta nokkurt fé. — En það er heldur ekki með öllu þýðingarlaust fyrir ríkið, að fá skorið úr

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.