Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 8
86
NÁTTÚRUFR.
Nú eru allar þessar þrjár tegundir rannsakaðar af hinu
mesta kappi, svo að vér fáum ef til vill innan skamms að vita,
hvernig stendur á uppruna Spartina Townsendii. Og um leið
hafa vísindin þokast enn eitt fet áfram við lausn gátunnar
miklu um uppruna tegundanna. Hér er að minnsta kosti ekki
um afbrigði að ræða, sem fram er leitt á vinnustofu vísinda-
manns, heldur hefir móðir náttúra sjálf skapað tegund þessa,
fyrir augum manna að heita má.
Að endingu vildi eg benda á, að planta þessi gæti ef til vill
haft þýðingu fyrir oss íslendinga. Hér eru víða leirur stórar í
fjarðarbotnum við árósa. Þær stækka með ári hverju og sums-
staðar eru hafnir og skipalægi í hættu stödd, ef ekkert er að
gert til hindrunar árframburðinum. Leirurnar eru lengi að
gróa, því að sjávarflóðin skola leðjunni út í djúpin og hindra
grasvöxt allan. Það virðist ekki með öllu óhugsandi, að vér
gætum notað Spartina Townsendii til hjálpar, ef þurka skal
leirurnar og taka til ræktunar. Það sem í móti mælir er, að
loftslag kynni að vera hér svo kalt að hnekkja mundi vexti
hennar, svo að hún næði engum teljandi þroska. Þar sem eng-
an veginn er víst, að svo yrði, sýnist engin frágangssök að fá
hingað nokkur hundruð plöntur frá Englandi og gróðursetja
til reynslu á nokkrum stöðum. Einnig mætti reyna að fá fræ
og ala hér upp plöntur til gróðursetningar. Ef vel tækist hefðum
vér aflað oss góðs grass til fóðurs og beitar, en þótt tilraunin
misheppnaðist væri ekki miklu spillt, en vér hefðum gert þá
skyldu vora, að reyna allt sem mögulegt er, til aukningar gróðri
og ræktun landsins.
Akureyri 10. marz 1981.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Aths.
Ritstjórar „Náttúrufræðingsins" hafa leyft mér að sjá rit-
gerð þessa, með því að eg er mali þessu lítilsháttar kunnugur.
Fyrir tveim árum ritaði eg smágrein í Vísi um Spartina Town-
sendii, sem þar er kölluð ,,flæðigras“, en svo nefndi Magnús
Björnsson þessa jurt á íslenzku. Litlu síðar ritaði Guðm. G.
Bárðarson miklu lengri grein um gras þetta, og birtist hún í
Morgunblaðinu. Eg hefi síðan átt bréfaskifti við enskan mann,
sem unnið hefir að útbreiðslu Spartina Townsendii hér í álfu.
Taldi hann líklegt, að hún gæti þrifist hér, en þótti ráðlegra