Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFR.
111
1916—1920 166.4 80.5 44.9 0.3 16.5 308.6
1921—1925 - 201.9 64.4 46.0 0.5 8.2 321.0
1926 . . . 177.9 38.4 39.1 1.9 5.7 263.0
1927 , . . 138.6 34.3 40.9 3.1 . 3.0 219.9
1928 . . 152.5 33.7 38.9 0.8 2.5 228.4
1929 . . . 103.8 8.0 29.6 0.6 2.5 144.5
^ Eins og sjá má á þessu yfirliti, hefir fuglatekja farið tals-
vert minnkandi á síðustu árum, nema ef vera skyldu súluveið-
ar; einkum hefir ritutekja minnkað mikið. En það er mikil
spurning, af hverju minnkunin stafar, hvort minna er um fugl
nú en áður, eða hvort minni stund er lögð á veiðar nú en verið
hefir fyrr. Hagskýrslurnar gefa því miður einungis upplýsingar
um magn veiðinnar, en á hinn bóginn er enginn mælikvarði til
á þá fyrirhöfn, sem höfð er, til þess að öðlast þetta veiðimagn.
Ef við vissum, hvað mörg dagsverk færu í að veiða það, sem
fæst á hverjum stað, það og það árið, væri hægt að finna mæli-
kvarða á fuglamagnið, og mætti þá t. d. miða við þann fjölda
fugla af hverri tegund, og á hverjum veiðistað, sem veiddist af
einum manni á einum degi, eða af einum manni á tíu dögum
(tíu dagsverk). Einnig kemur til greina, hvernig veitt er, hvort
sama aðferðin er notuð alls staðar. Loks er enn þá eitt atriði,
sem endilega þyrfti að gefa skýrslu um, en það er, hve mörg
egg eru tekin. —
Um svartfuglinn er það kunnugt, að yfir hann gekk mikið
óæri veturinn 1928—1929, og því er eðlilegt að af honum veið-
ist miklu minna 1929 en hin árin. En nafnið svartfugl grípur
yfir 4 tegundir fugla,* og lifnaðarhættir þessarra tegunda eru
æði frábrugðnir sín á milli. Ein af þessum tegundum, nefnilega
teistan, er víst alls staðar lítið veidd, en hinar 3 mikið.
Á töflunni sést, að magn fuglatekjunnar er undirorpið tals-
verðum sveiflum, en af hverju stafa sveiflurnar? Því er hægt
að leysa úr með því:
1. að tilgreina eggjatekjuna ár eftir ár,
r 2. að gefa sundurliðaða skýrslu yfir veiðina af hverri teg-
und fyrir sig,
3. að mæla veiðimagnið á þann hátt, að gera grein fyrir,
hvað margir af hverri tegund veiðast t. d. á tíu dags-
verkum.
Haftyrðillinn ekki talinn með.