Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5
NATTÚRtffc'R. áá Æðarhreiður. (Björn Björnsson, Norðfirdi). Æðarfuglinn flýr ekki undan hinum íslenzka vetri eins og sandlóan, liann er fastur borgari í íslenzkum fuglaheimi alt árið. Einstöku sinnum kemur ætt- ingi hans, æðarkóngurinn hingað, og verpir hér stundum. Gaman væri ef Náttúrufræðingnum væru sendar upplýsingar um æðarkóng. lands og einnig hinum megin sundsins, á Frakklandi. Eru nú vana nokkrir þeir árósar, hvorugu megin Ermarsunds, aS eigi vaxi þar Spartina Townsendii. En jafnframt því að breiðast út til svo margra staða hefir hún einnig færst stórkostlega í auk- ana á hverjum fundarstað. Hefir vaxtarhraði hennar verið næst- um ótrúlegur þar sem gróðurskilyrði eru góð. Fyrst í' stað mynd- ar hún dreifðar þúfur, sem stækka óðfluga, því að hún sendir rótarskot í allar áttir, er talið, að þvermál hverrar þúfu auk- ist h. u. b. um einn metra á ári. Að lokum ná þúfurnar saman, og graslausar leirur, þar sem engri plöntu var áður líft, eru breyttar í frjósöm, iðgræn engi. Er Spartina að jafnaði ekki nema 15—20 ár að gjörbreyta svo landinu og stundum skemur. Um leið og gróður tekur að hylja leirurnar, eykst líka jarðveg- ur þar, grasið heldur leðjunni eftir, svo að hún gengur til jarð- vegsmyndunar, í stað þess að skolast út í sjó. Leiran hækkar því ár frá ári, og áður en varir er hún hrifin úr greipum Ægis og nýtt land er skapað. Þannig er mælt, að fyrir starf plöntu þess- 6*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.