Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 10
110 NÁTT Ú R U F RÆÐ1N G U R1 N N var á tímabilinu 1901—1930, 904 mm og á Akureyri 465 mm (Jón Eyþórsson, 1955). 1 innljörðum er, sem sagt, ósvikið meginlandsloftslag með til- tölulega lilýjum en mjög Jimrrum sumrum, sumarveðrið er þar oft- ast kyrrt og himininn léttskýaður eða heiður dag eftir dag. Vetrar- frost eru mikil og mestur hluti hinnar litlu ársúrkomu fellur að vetrinum sem snjór, en snjóalög eru samt heldur lítil. Úti við ströndina er reyndar meginlandsloftslag líka, allt háarktískt loftslag er meginlandsloftslag, því veldur hafísinn, sem liggur hér land- fastur tíu mánuði ársins í meðalári. Úrkoman er þó töluvert meiri bæði sumar og vetur, snjóalög miklu meiri en inni í fjörðunum og vetrarfrost dálítið minni, en oftar vindar og þoka, sem sést ekki í innfjörðum. Sumarið er stutt á þessum breiddargráðum, á Ellueyju er það aðeins hina tvo fyrrnefndu sumarmánuði, sem meðalhitinn er ofan við frostmark, en á Tobinhöfða og í Myggbukta er meðalliiti júnímánaðar einnig ofan við frostmark. Vorið er oftast seint á ferð, en kemur skyndilega, sérlega þegar norðar dregur og eins inni í fjörðunum. Haustið kemur h'ka snemma, fyrri hluta ágúst- mánaðar fara að koma næturfrost og seinni hluta ágústmánaðar þetta sumar var 6°—7° frost á hverri nóttu, hafísinn að leggjast að og orðið æði haustlegt um að litast. Ahrif hafíssins á vorkomuna virðast í fljótu bragði dálítið ein- kennileg. Ef ísbreiðan er þétt og mikil og liggur við ströndina fram eftir vorinu, þá er veðrið bjart og sólríkt og snjórinn bráðn- ar tiltölulega fljótt bæði við ströndina og inni í fjörðunum. Sé aftur á móti lítið um ísrek, hafi hafísinn farið snemma vors lrá landinu, nær hið raka loft frá Atlantshafinu inn yfir ströndina og veldur þar þokum og skúraveðri og snjórinn bráðnar seinna, það vcjrar seinna. III. Norðaustur-Grænland hefir stundum verið kallað paradís jarð- fræðinga og ekki að ástæðulausu, því þar finnast jarðlög frá öll- um öldum og flestum tímabilum jarðsögunnar. Þar er að finna gneis frá upphafsöld jarðar; lög af hörðnuðum jökulleir og marg- vísleg kalk-, leir- og sandsteinslög frá frumlífsöld og fyrrihluta forn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.