Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 16
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Schuchertelfur í Norðausturfirði, fengu einn daginn ísbjörn í heim- sókn. Þeir voru að drekka kvöldkaffið, þegar bangsi rak allt í einu hausinn inn um opinn glugga rétt hjá þeim. Þeim varð all- hverft við og bangsa líka, því hann tók til fótanna og stakk sér í sjóinn og synti burt. Árið 1958 var lítið um læmingja á Norðaustur-Grænlandi, en með vissu árabili er bókstaflega ekki hægt að þverfóta fyrir þeim þar, önnur ár sjást þeir varla, og svipuðu máli gegnir um hreysi- köttinn, sem lifir aðallega á læmingjum. Refirnir lifa líka að ein- hverju leyti á læmingjum og eru langalgengastir í læmingjaárum. Þetta ár var ekki sérlega mikið um refi, en þó sáum við nokkra, og sumar nætur heimsóttu þeir okkur í tjöldin og átu þá allt matarkyns, sem skilið var eftir á glámbekk kringum tjöldin. Snæhéra sá ég allmarga, stundum nokkra saman í hóp; þeir eru drifhvítir allt árið og mjög falleg dýr en einnig sérlega Ijúffengir til matar. Af fuglum bar mest á lómum, hávellum, snjótittlingum og óð- inshönum. Lómarnir og hávellurnar voru nærri því á hverju vatni, hávellurnar sums staðar yfir 20 saman í hóp. Lómurinn var okkar uppáhaldsfugl í hinni djúpu kyrrð, sem ríkir á þessum slóðum, það var einhver fróun í því að hlusta á hinn sérkennilega söng hans á kvöldin. Snjótittlingurinn virtist einhver útbreiddasti fuglinn þarna, maður varð mjög víða var við hann; einnig voru óðins- hanar allvíða á tjörnum og pollum. Auk þessara tegunda sá ég nokkuð af helsingjum og heiðagæs- um; æðarfugl, sandlóu og lóuþræl við vatnið á Maríueyju; rjúp- ur á nokkrum stöðum, en hvergi nema örfáar á hverjum stað; nokkra fjallkjóa hingað og þangað; tvö pör hvítmáfa; dálítið kríu- varp á hólma í Óskarskonungsfirði og nokkra auðnutittlinga og steindepla hér og þar. Á allstóru vatni í dal á vesturströnd Norð- austurfjarðar var himbrimapar, það eina sem ég sá; þeir voru oft á sundi 15—20 m frá landi á kvöldin og sáust mjög greinilega, svo ekki var hinn minnsti vafi á, að þarna voru himbrimar á ferð, en þeir eru sjaldgæfir á Norðaustur-Grænlandi. Við flugvöllinn við Meistaravík sá ég nokkrar tildrur og á Maríueyju sá ég einn hvítan fálka, sem var hávælandi á flótta und- an heilum herskara af kríum, en þær höfðu bersýnilega fælt hann burtu frá kríuvarpi, sem var í hólma þar rétt hjá.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.