Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 22
122 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN grávíði, Salix glauca L. coll., og getur orðið hné- til mittishátt og grózkulegt. Útbreiddasta gróðurlendi landslilutans er öræfa- eða eyðimerk- urgróður, hin kalda eyðimörk norðursins eins og einliver kallaði það. Eins og getið er um framar, er úrkoman ákaflega lítil hér, sér- staklega í innfjörðunum, og þurrkurinn setur sitt greinilega og ótvíræða mark á gróðurinn. Þetta gróðurlendi er mjög útbreitt og því nokkuð breytilegt, það er algengast inni í fjörðunum en sést einnig allvíða úti við ströndina. Það er tíðast á vindblásnum flatneskjum, holtum og ásum og í skjóllitlum fjallahlíðum. Gróð- urinn er hér hvergi samfelldur, plönturnar vaxa í smátoppum eða þúfum og langt á milli toppanna, en oft mikið af skófum á stein- um. Snjór er hér lítill eða enginn yfir veturinn, ekkert skjól fyrir hinum ísköldu vetrarstormum og vatn af mjög skornum skammti eða nær ekkert yfir sumannánuðina. Algengustu tegundir í þessu gróðurlendi eru Saxijraga ofjpositifolia L., vetrarblóm; Poa abbre- viatu R. Br., harðgerð og smávaxin sveifgrasstegund; Carex nardina Fr., finnungsstör; Erigeron compositus Pursh., háarktísk, amerísk jakobsfífilstegund; Papaver radicatum Rottb. coll., melasól; Saxi- fraga caespitosa L., þúfusteinbrjótur og Silene acaulis (L) Jacq., lambagras. Nokkrar fleiri tegundir vaxa í þessu gróðurlendi. Þar sem dálítill snjór fær að liggja í friði fyrir vetrarvindunum utan í lágum holtum og ásum, en þó ekki meiri en það, að hann bráðnar mjög fljótt á vorin, svo ekkert vatn er fyrir hendi í jarð- veginum seinni liluta sumars, þar vaxa oft harðgerðar grasa- og hálfgrasategundir og mynda þær nærri samfelldan gróður, hina arktísku steppu, sem er græn á vorin en gul og skrælnuð af þurrki seinni hluta surnars. Þetta gróðurlendi finnst nærri eingöngu inni í fjörðunum og oftast á basiskum, sendnum eða malarkenndum jarðvegi og algengustu tegundir þess eru Kobresia myosuroides (Vill.) Fiori 8c Paol., jDursaskegg; Carex nardina Fr., finnungsstör; Carex supina Wbg., sem kalla mætti steppustör; Carex rupestris Alk, móastör og Calamagrostis purpurascens R. Br., liarðgerð hálm- gresistegunck í lægðum og dældum og á (iðrurn stöðum í fjallahlíðum, sem liggja vel við sól og þar sem snjólagið er nægilega jrykkt til að skýla plöntunum fyrir hinum þurru vetrarstormum, en þó ekki það þykkt, að það bráðni snemma sumars, þar verður jarðvegurinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.