Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 24
124 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fíi'lategundir; líanunculus pygmaeus Wbg., dvergsóley; Ranun- culus nivalis L. og Ranunculus sulphureus L., tvær harðgerðar sól- eyjartegundir; Trisetum spicatum (L.) Richt., lógresi; Erigeron humilis Grali., snækobbi; Oxyria digyna (L.) Hill., ólafssúra; Potentilla crantzii (Cr.) G. Beck., gullmura; Cerastium alpinum L., músareyra; Poa alpina L., fjallasveifgras; Luzula multiflora {Retz.) Lej. ssp. frigida (Buch) Krez., deilitegund af vallltæru; An- tennaria canescens (Lge.) Malte, fjallalójurt; Antennaria porsildii E. Ekmann, porsildslójurt og fleiri. Oft er allmikið af mosum í þessu gróðurlendi. Eitt algengasta gróðurlendið á Norðaustur-Grænlandi er lyng- gróðurinn, hin arktíska lyngheiði. Hér liggur snjór fram á sumar, jarðvegurinn er í meðallagi rakur og oft nokkuð mókenndur. Þar, sem rakinn er í meira lagi og vaxtarskilyrði liagstæð, er jafnvel frekar um kjarrlendi að ræða en lynggróður. Þar, sem gróskan er hvað mest, vex Salix glauca L. coll., grávíðir, eins og áður er getið. Annars eru liöfuðtegundirnar víðast hvar Vaccinium uligÍ7iosum 1.. ssp. microphyllum Lge., smáblöðótt deilitegund bláberjalyngs; Salix arctica Pall., heimskautsvíðir; Betula ?iana L., fjalldrapi; Rhododendron lapponicum (L.) Wbg., arktísk alparós; Empelrum hermaphroditum (Lge.) Hagerup, krækiberjalyng og Dryas octope- tala L. s.l., holtasóley. Þar sem rakinn er heldur minni setur arktísk lyngtegund, Cassi- ope tetragona (I,.) D. Don, höfuðsvipinn á lynggróðurinn og er þar nærri einráð. Þessi tegund er náskyld Harrimanella hypnoides (L.) Coville, mosalyngi, og heitir ,,kantlyng“ á skandínavískum málurn, dregið af því, að blöðin sitja í fjórum röðum upp eftir greinunum, svo þær verða ferstrendar á að sjá. Lyngtegundanna úr fyrrtalda lyng- gróðrinum gætir hér furðu lítið, en þær vaxa þó á stangli í Cassiope- breiðunni. Af öðrum tegundum, sem vaxa hér á víð og dreif, má telja Lycopodium selago L., skollafingur; Tofieldia coccinea Ric- hards, arktískt sýkisgras; Carex bigelowii Torr., stinnastör; Poa arctica R. Br., heimskautasveifgras; Hierochloe alpina (Sw.) R. & 5., fjallareyrgresi; Pedicularis lapponica L. og Pedicularis hirsuta L., arktískar tröllastakkstegundir og fleiri tegundir. Cassiope-lyng- gróðurinn er útbreiddastur í innfjörðum en nær út undir strönd- ina. Þar sem mikill snjór safnast saman í lægðir og dældir, eða jafn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.