Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 125 13. mynd. Þýfð mýri á Landfræðifélagseyju. Fjöll Trailleyjar í baksýn. vel á flatneskjum, eins og á séi' stað sums staðar úti við ströndina, og tekur ekki upp, fyrr en komið er langt fram á sumar, þar myndast snjódældagróður. Algengustu tegundirnar eru Salix herbacea L.,. grasvíðir; Harrimanella hypnoides (L.) Coville, mosalyng; Carex lachenalii Sclikubr., rjúpustör; ' Sagina intermedia Fenzl, snæ- krækill; Draba lactea Adams, arktísk vorblómstegund; Saxifraga foliolosa R. Br., hreistursteinbrjótur; Saxifraga tenuis (Wbg.) H. Sm., dvergsteinbrjótur; Phippsia algida (Sol.) R. Br., snænarva- gras og fleiri. Oft er hér allmikið af mosurn. í hallalitlum fjallahlíðum eru allvíða nokkur graslendi, oft nokk- uð rök og allbreytileg að samsetningu, en rnest ber á eftirfarandi tegundum: Arctagrostis latifolia (R. Br.) Griseb., arktískri grasteg- und; Alopecurus alpinus Sm., fjallaliðagrasi; Poa arctica R. Br., heimskautasveifgrasi; Carex bigelowii Torr., stinnastör; Carex mi- sandra R. Br., arktískri starartegund; Eriophorum triste (Th. Fr.) Hadac &: Löve, arktískri fífutegund og Luzula co?ifusa Lindeb.„ fjallhæru.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.