Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 30
130 NÁTTÚRUFRÆÐ INGUR1 NN Þó er slík nýting melsins ekki einsdæmi fyrir Skaftfellinga. Rúss- ar hafa notað melfræ til manneldis um langan aldur og virðast vera eina þjóðin, sem enn í dag notar melgras á þennan liátt (Tsítsin og Petrova, 1952). Digger Indíánarnir á vesturströnd Norður- Ameríku, skáru korn ameríska melsins og hagnýttu til matar fyrir sig og búfénað sinn. Af öllum Indíánum Norður-Ameríku þóttu Digger Indíánarnir mestir búskussar og lítill töggur í þeim. Hefur það eflaust ráðið einhverju um, að þeir skyldu velja sér sem korn- jurt fjölært gras, sem ekki þurfti að sá til, né vinna akra. Það má öllum vera ljóst, sem til Skaftfellinga þekkja, að ekki er slíku til að dreifa í vali þeirra á kornjurt, því að fáir hafa sýnt rneiri dugnað og seiglu í baráttunni við óblíð náttúruöfl en búendur þeirra sveita. Þar óx melurinn á stórum svæðum, sem erfitt var að nýta betur á annan hátt. Önnur kornyrkja var erfið, en mjölið, sem unnið var úr meltinanum þótti kostamatur, og þótti af mörgum taka fram dönsku eða útlendu mjöli (Hooker, 1813; Horrebow, 1752). Sýnir það fremur gæfu þessara byggðalaga, að þau skyldu færa sér mel- plássin í nyt. Melurinn hefur vaxið á íslandi frá því að byggð hófst, eins og segir frá í íslendingasögum, og margt styður þá skoðun, að hann hafi verið algengur um land allt löngu fyrir landnámstíð. A íslenzku liafa mörg nöfn verið notuð urn melinn, svo sem melur, sandmelur og melgras, svo og nöfnin blaðka og stöng, sem fyrr var drepið á, en þessi nöfn öll virðast hafa átt við eina og sörnu tegund. Öðru máli er að gegna um latneska nafnið, en það fór mjög eftir höfundum, livaða nafn var notað. í fyrstu plöntulistunum um íslenzkar jurtir var nafnið Arundo arenaria notað um melinn. Sumir höfundar notuðu eingöngu þetta nafn (t. d. Zoéga í Olafsen og Povelsen, 1772), en aðrir nefna einnig Elymus arenarius og virðast nöfnin þá eiga við tvær aðskildar teg- undir, sem voru þó báðar kallaðar melur (Mohr, 1786; Olavius, 1788; Hjaltalín, 1830 o. fl.). Nafninu Arundo arenaria var seinna breytt í Psamma arenaria og í seinni listum var þetta nafn oft birt með Elymus arenarius (Lindsay, 1861; Jenssen-Tusch, 1867—1871 og Babington, 1870). Þessar nafngiftir ollu stundum vandræðum. Ekki varð af fræ- sendingu af Psamma arenaria frá Danmörku til íslands árið 1850, þar sem bent var á, að þessi jurt, sem kölluð væri melur á íslandi,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.