Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 34
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tegundum frá frumufræðilegu sjónarmiði, var nauðsynlegt að iá vitneskju um, hversu útbreiddar tegundirnar væru hér og hvar þær yxu. Áskell hafði ekki bent nákvæmlega á fundarstaði Elyrnus mollis í ritum sínum, en benti mér á tvo staði, en um annan þeirra er rætt í riti Bowdens (1957), sem hefur staðfest greiningu tveggja mollis-eintaka Áskels. Rannsakaði ég jurtir á báðum þessurn stöð- um auk fjölda annarra staða víðs vegar um landið, meðfram öðr- um rannsóknum á melgresi, sem ég stundaði. Á kortinu (2. rnynd) eru sýndir með deplum staðir, þar sem sýnishornum af Elymus var safnað. Útlitseinkenni allra eintakanna voru nákvæmlega rann- sökuð með tilliti til þess mismunar tegundanna, sem fyrr er lýst. Auk þess var ákvörðuð krómosomtala allra þeirra eintaka, sem merkt eru á kortinu með svörtum deplum. Að jafnaði var um að ræða þrjú eintök frá hverjum stað, en á mörgum stöðum komst eintakafjöldinn upp í nokkur hundruð. Á öðrum staðnum, þar senr E. mollis hafði fundizt (Reykjum á Skeiðum) voru tæplega 5.000 axstangir skoðaðar, en á hinum (Bolabás) tæplega 600. Læt- ur nærri, að um 8.600 einstaklingar af melgrasi víðs vegar um landið hafi verið skoðtiðir í allt. Rannsóknum þessum hefur verið lýst rækilega áður (1960), en hér er skemmst frá því að segja, að engin planta, sem rannsökuð var, hafði það útlit, sem einkennir Elymus mollis; allar báru einkenni tegundarinnar Elymus are- narius. Allar ákvarðanir á krómosomfjölda á 113 einstaklingum frá 56 stöðum á landinu leiddu í Ijós octoploid-töluna 2n = 56 (þó hafði ein planta 55 krómosom). Það er augljóst af ofangreindu, að síðustu rannsóknum á tegund- um íslenzka melsins ber ekki saman og vandamálin um nafngiftir melsins hefur skotið upp aftur, þótt nú sé ekki um að ræða Arundo eða Psamma arenaria. Ég vil halda því fram, samkvæmt þeim rannsóknum, sem drepið var á, að nú vaxi á Islandi aðeins ein tegund melgresis, Elymus arenarius L., og hafi Elymus mollis vaxið hér, þá finnst hún ekki lengur, eða sé svo sjaldgæf, að þangað til hún finnst aftur, sé vara- samt að telja hana með í flóru landsins.1) I) Það skal tekið fram að Elymus mollis vex hér á stöku stað, t. d. hjá Múlakoti í Fljótshlíð og við Gunnarsholt, ]>ar sem tegundinni hefur verið sáð í tilraunaskyni.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.