Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 39
NÁTTÚRU FRÆÐ1N GU RIN N 139 Hinir tveir fundarstaðir skógelftingar á íslandi eru á þessu korti merktir með •. The spots show the two known localities of Equisetum sylvaticum L. in Iceland að, svo að þessi fundur Ingimars er sá fyrsti, óvéfengjanlegi á ís- landi. Ingimar taldi sjálfur mjög sennilegt, að skógelfting yxi „víðar í kjarrskógum vestanlands" (Ingimar Óskarsson, 1927), og með hlið- sjón af útbreiðslu hennar í nágrannalöndum okkar, en hún er al- geng um allan Noreg og nær þar upp í 1200 m hæð og norður fyrir 70° n. br. (Eric Hultén, 1950), algeng í Skotlandi, N.-Englandi og írlandi (Clapham, Tutin and Warburg, 1952), algeng í Færeyjum (R. Rasmussen, 1952), vex á nokkrum stöðum í innfjörðum á Suðvestur- og Vestur-Grænlandi milli 60° og 66° n. br. (Böcher, Holmen og Jakobsen, 1957) og er þar að auki algeng um norðan- verða Norður-Ameríku (Fernald, 1950), þá hefðu flestir, að óreyndu, talið líklegt, að hún yxi víða hér á landi. En, eins og kunnugt er, virðist því ekki þannig varið, því þegar 5 daga skorti á, að liðin væru 35 ár frá því skógelftingin fannst

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.