Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 50
150 NÁT T Ú R U F RÆ ÐIN G U R1N N töfðu nijög förina. Frá öllnm slíkum erfiðleikum og ævintýrum segir í ferða- sögu þeirra, og hún er prýdd mörgum forkunnargóðum litmyndum, sem bæta upp frásögnina og gefa ágæta hugmynd um hið tröllum týnda snæland, sem í raun og veru er hvorki meira né minna en heil heimsálfa. Guðmundur Arnlaugsson menntaskólakennari hefur snúið bókinni á lipurt og viðfeldið mál, eins og hans var von og vísa. Með útgáfu sinni á Hvers vegna? Vegna þess hefur hann sýnt, að hann er þeim vanda vaxinn að skýra erfið viðfangsefni á óþvingaðan og Ijósan hátt. — I þessari þýðingu hans eru samt nokkur orð úr ,,snjó- og jöklamáli“, sem ég er ekki ánægður með og tel ástæðu til að benda á. Ice shelf er þýtt íssylla, en ice shelf er flatur skriðjökull, sem fyllir flóa og víkur á ströndinni og er oftast á floti að miklu leyti. Sums staðar eru þessir jöklar 200 km á lengd eða meira. Mér virðist óheppilegt að kalla slíkt flæmi syUu, sem jafnan er mjó brík, t. d. klcttasylla. Svona jökulsporður hefur til skamms tlma verið til hér á landi á einum stað, sem sé í jökulsárlóni á Breiða- merkursandi. Skaftfellingar kölluðu þennan slétta og hálffljótandi jökul- sporð undirvarp. Wliiteout er þýtt heiðmyrkur, en það fær ekki vel staðizt, því að heiðmyrk- ur er aðeins þokumóða við jörð í heiðskíru veðri. En á enskunni stendur t. d. heavy overcast whiteout og þýðir þokuþykkt loft og blindað. Whiteout niætti þýða blindað eða hvítblindað til þess að halda svip enska orðsins. Blindað er, þegar jörð og himinn er álíka snjóhvítt, dagsljósið er svo dauft, að engir skuggar sjást. í slíku veðri ganga menn því fram af hengjum og hrapa fyrir björg. Mulla og mulluveður þýðir líka svipað og whiteout. Þá hefur þýðandinn ekki varað sig á Jrví, að á ensku eiga Jreir til að kalla allan skollann ice. Þess vegna hafa slæðzt inn hjá honum orð eins og megin- ís í stað meginjökull og „vísillinn fór tvívegis niður úr ísnum“ (bls. 169), en þar er hreinlega átt við lausasnjó yfir sprungu. — Rekis er leiðinlegt blaða- mannablóm í staðinn fyrir ísrek (122). Icefall er þýtt snjófall í stað jökul- bunki. Núnatakkur er ljótt orð og ójiarft. Sker eða jökulsker er ísl. aljrýðu- mál og þýðir hið sama. Sastrugi eru ósköp algengir hér á landi og kallaðir sílar eða rifskaflar. Norð- menn þýða Jjað blátt áfram skavl. Óþarft er að jrýða Skelton Glacier Skelton- snjóhettu í stað Skeltonsjökull. Gælunöfn á farartækjum, Rock -n Roll = Giljagaur og Wrack and Ruin = Skellur, hefðu sennilega orðið Rokkur og Skrjóður einfaldlega hjá strákum á bíladellualdri. Enda þótt ég liafi talið ástæðu til að koma þessum ábendingum á framfæri, er það síður en svo til þess að rýra álit bókarinnar eða þýðingarinnar í heild. Efnið er nýstárlegt og ævintýralegt, bókin notaleg aflestrar, fróðleg og frá- gangur allur útgefanda til sóma. Að visu liefði ég kosið, að þýðandi hefði ritað formála og lýst nokkuð Suðurskautslandinu, þótt slikt sé hvorki gert í brezku eða norsku útgáfunni. Það hefði gert mörgum lesanda auðveldara að halda þræðinum í víxlfrásögn þeirra Fuclis og Hillary. Jón Eyþórsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.