Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
85
myndast eitt eða fleiri í einni frumu, gróhirzlunni. Bifgró þessi
hafa frymi, frumukjarna, litbera, svipur, eina eða fleiri, og augn-
díl. Með öðrum orðum, þau líta alveg eins út og svipungar. Bifgró
3. mynd. Bifgró
brúnþörunga. A
Chorda (1200 x)
B Ectocarpus.
Eitt gróið hefur
fellt svipurnar.
(Reinke, Kuckuck)
4. mynd. Kynfrumuhirzlur brúnþör-
ungs, A karlkyns, B kvenkyns. C kyn-
frumurnar, sú stærri kvenkyns, sú
minni karlkyns. (1200 x)- (Kuckuck).
þessi eru dálítið mismunandi hjá þeim 5 þörungafylkingum, sem
hér um ræðir. Liggur munurinn m. a. í tölu, gerð og staðsetningu
svipanna á bifgróinu. Þannig hafa bifgró grænþörunganna 2—4
jafnlangar svipur, en bifgró annarra þörunga hafa venjulega 2 svipur
5. mynd. Þalgrein af rauðþörung með frjó
hirzlum. S frjó, sem engar svipur hafa
(540 x)- (Strasburger).
mislangar, og er þá sú lengri þeirra oft með bifhárum. Flest bifgró
eru egglaga eða perulaga með svipurnar nálægt öðrum endanum.
Hjá brúnþörungum eru svipurnar þó á hlið grósins.
Þessi sérkennilegu bifgró þörungafylkinganna fimm eru talin