Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 29
NÁTTÚ RUFK.ÆÐI NGURINN 73 yzta hólfinu, en notaði kuðunginn að öðru leyti sem Heyg til þess að kljúfa sjóinn, og hefur á þann hátt náð miklum liraða aftur á bak. I grárri forneskju silúrtímans tók að bóla á nýrri fylkingu dýra, sem átti sér mikla framtíð. Þessi fylking eru hryggdýrin. Elzti og frumstæðasti flokkur þeirra, fiskarnir, urðu þá til. Þessir fyrstu fiskar heimshafanna voru allir brjóskfiskar og í mörgu ólíkir fiskum þeim, sem nú lifa. Sumir voru alþaktir sterkri brynju sér til varnar gegn ofsóknum annarra sævarbúa. Þeir nelnast einu nafni skjald- fiskar. Af svonefndum gljáfiskum var einnig mikið og sumir þeina klæddust brynju b'kt og skjaldfiskarnir og í sama tilgangi og þeir. Um svipað leyti, eða nokkru fyrr, koma háfiskarnir til sögunnar. Þeir liafa þá og ætíð síðan verið einhverjir rnestu friðarspillar haf- djúpanna og engu lífi þyrmt. Fjölbreytni lífsins í sjó og vötnum á silúrtímanum var næstum jrví unduisamleg. Auk dýranna liafa þá þróast fjölmargar tegundir þörunga á grunnsævi og hvarvetna í fjörunni. Öll vötn Jressa tíma liafa alið þroskamikinn gróður. Þessar plöntur silúrtímans eru for- feður allra plantna á landi, því að einmitt þær, eða nokkrar Jreirra, urðu í fyllingu tímans að landplöntum, sem síðan hafa Jrroskast og margfaldast gegnum ótaldar aldaraðir, unz úr urðu Jrær voldugu fylkingar plantna sem klæða löndin nú á tímum. Og sama máli gegnir um dýrin, Jrví að allar )>ær fylkingar dýra, sem frá upphafi vega hafa Jjreytt lífsskeið sitt á landi og í lofti, eiga ætt sína að rekja til hinna fornu sævar- og vatnabúa silúrtímans. Lanclnám lífsins. Skipting láðs og lagar á fornöld jarðar var harla ólík því, sem nú er. Allt Jrurrlendi að heita má skiptist Jrá í þrjú mikil landflæmi, nefnilega Gondvanaland, Atlantis og svokallað Austurland. Fram- an af öldinni voru lönd Jressi í meira lagi ömurleg. Þar var ekkert líf af neinu tagi. Ekkert grængresi mildaði ógnþrunginn svip þess- ara auðnarflæma, engin litfögur blóm brostu Jrar við geislum sólar, engin skógartré lyftu krónum sínum mót himni og engin dýr reik- uðu um merkurnar. Hvarvetna var nakin grjótauðn og dökkir sand- flákar, þar sem vindurinn einn rauf þögnina. En undir lok silúrtímans og á devontímanum urðu miklar breyt- ingar á yfirborði jarðarinnar. Innri kraptar jarðskorpunnar kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.