Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 og albúmín tegund, sem nefnist leukosín. Brúnþörungarnir mynda aðallega kolvetnin mannít og lamínarín, en rauðþörungarnir, blá- grænþörungarnir og fylkingin Euglenophyta eða dílþörungarnir, mynda liver sína tegund af mjölvi. Sumir rauðþörungar mynda auk þess einfaldari kolvetni. Þannig hefur fundizt mjög mikið af tví- sykrungum trehalóse hjá þörungum af ættkvíslinni Rhodymenia, eða allt að 15% af þurrefni. Sykur þessi sést stundum sem hvítir kristallar utan á plöntunum, þegar þær þorna. Mun þetta vera hin svokallaða hneita, sem oft situr utan á sölvum (Rliodymenia palmata), er þau liafa verið þurrkuð. En það eru fleiri efni, sem safnast fyrir í þörungum, og nokkur í svo miklu magni, að furðulegt er. Surnir þörungar, einkuin meðal rauðþörunga, safna í sig svo miklu kalki, að þeir líkjast nieir stein- tegundum en lifandi plöntum. Slíkir rauðþörungar eiga rnikinn þátt í uppbyggingu kóralrifjanna, jafnvel eins mikinn og sjálfir kórallarnir. Furðulegra er það þó, að sumir þörungar safna í sig mjög miklu al' kalíum og aðrir ótrúlegu magni af joði. Þannig getur kalíum-magnið í sumum brúnþörungum orðið 30 sinnum meira en í sjó. Því er það, að þari þykir svo góður til áburðar og kalíum (pottaska) var áður unnið úr þaraösku. Sumir vatnaþörungar eru hér þó tiltölulega afkastameiri. Getur kalíum-magnið í nokkrum þeirra orðið 4000 sinnum meira en er í vatninu umliverfis þá, enda þó að natríum- og kalsíum-magnið í þeim sé aðeins tvöfalt til Jnefalt meira en í vatninu. Aðeins fáurn árum eftir að joðið fannst, kom í ljós, að mjög mikið var af frumefni þessu í þörungum af ættkvísl- inni Laminaria. Var joð lengi vel unnið tir ösku þessara þörunga, og mun þarabrennslan liér á landi hafa byggzt á slíkum iðnaði. Hin sérkennilega þaralykt, sem finnst í fjörum, þegar lágsjávað er, staf- ar m. a. af joði, sem losnar úr þaranum, þegar af honum fjarar. Talið er, að joð-magnið í einstaka tegundum sæþörunga geti orðið allt að tíuþúsundfalt á við J)að, sem er í sjó. Þeir, sem Jmrrkað hafa ])ara- plöntur í pappír, kannast við Jjað, að pappírinn getur stundum orðið blár. Stafar Jrað af joðinu í þaranum og mjölvi, sem er stund- um í pappírnum, en þessi efni gefa bláan lit, er Jrau koma saman. Sérstaka athygli hefur brúnþörungaættkvíslin Desmarestia vakið fyrir J)að, Iiversu mikið Jæssir þörungar innihalda af sýrum. Al- geng tegund hér við land af þessari ættkvísl er fjörufaxið eða kerl- ingarhárið (Desmarestia aculeata).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.