Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 holum, sem fyrir hendi eru í jarðveginum og oft eru gerð af stærri jarðvegsdýrum eða verða milli korna. Vegna snræðar sinnar geta Jrau ekki grafið sjálf. Minni jarðvegsdýrunum má aftur skipta í tvo flokka eftir lifnaðarháttum: Annarsvegar eru þau dýr, sem lifa og hrærast í hinu loftfyllta rúmi milli jarðvegskornanna (til dæmis maurar og stökkskottur), en hinsvegar þau dýr, sem lifa í vatnsfylltu rúmi milli korna eða í vatnshúð þeirri, sem oft umlykur jarðvegs- kornin (til dæmis einfrumungar, hjóldýr, þráðormar). Það er augljóst, að minni jarðvegsdýrin geta ekki stuðlað að því að losa urn jarðveginn og blanda saman steinefnum og lífrænum efn- um. Þetta geta aðeins stærri jarðvegsdýrin gert, og var áhrifum þessarar starfsemi og þýðingu nokkuð lýst, er talað var um ána- maðkana. A hinn bóginn er mergð minni jarðvegsdýranna mikil, og eins og kunnugt er „gerir margt smátt eitt stórt.“ Mikill hluti jurta- leifa þeirra, sem á hverju hausti falla til jarðar, er étinn og gengur gegnum meltingarfæri þessara dýra. Eins og stuttlega hefur verið vikið að í sambandi við ánamaðkana og maurana, verða ýmsar þær efnabreytingar á jurtaleifunum í meltingarfærum dýranna, sem eru mikilvægar fyrir næringarupptöku lifandi jurta. Mikill hluti hinna verðmætustu efna gróðurmoldarinnar (humus) samanstend- ur einmitt af saur þessara jarðvegsdýra. Þetta liafa menn getað séð með því að gera þunnar flögur af gróðurmoldinni og rannsaka þær í smásjá. Ef jarðvegsdýrin væru ekki fyrir hendi, mundi engin not- hæf gróðurmold myndast! Lesendunum mun smátt og smátt liafa orðið ljóst hin mikla þýð- ing jarðvegsdýranna fyrir jarðveginn. Ég vil að lokurn vitna í um- mæli Herbert Franz, prófessors, sem er einn af þekktari núlifandi jarðvegsdýrafræðingum, um þýðingu jarðvegsdýranna: „Það er nú orðið ljóst, að jarðvegsdýrin hafa geysimikla þýðingu bæði fyrir blöndun og loftræstingu jarðvegsins og fyrir upplausn lífrænna úr- gangsefna og myndun moldarefna (humus). Á þennan hátt hafa þau áhrif á frjósemi jarðvegsins og liafa því hagræna þýðingu, sem mönnum liefur þó ekki verið fyllilega Ijós fyrr en á síðari árum. Til þess að viðhalda frjósemi jarðvegsins, er því nauðsynlegt að hlúa að dýralífi hans, en til þess að geta það, verða menn að þekkja jarðvegsdýrin og lífsþarfir þeirra. Umfangsmiklar rannsóknir á dýralífi jarðvegsins eru því mjög æskilegar.“ (Myndirnar eru gerðar af höfundi eftir ýmsum heimildum).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.