Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 26
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Eyþór Erlendssoti: Upphaf lífsins og framvinda Enn þá er öllum liulið hvenær þau undur gerðust á jörð vorri, að líf kviknaði og tók að þróast til æ meiri íullkomnunar. En víst er talið, að í árdaga sköpunarinnar hafi jörðin verið glóandi hnött- ur, þar sem ekkert líf af neinu tagi gat þrifist. Þá var ekkert fast berg til, því að allt það efni, sem síðar myndaði jarðskorpuna, var þá bráðið og í íljótandi ásigkomulagi. Jörðin hefur því verið eitt ólgandi bergkvikuhaf og ægileg ásýndum. Hverja áramilljónina eftir aðra sveif þetta glóandi bákn um ei- lífðartóm rúmsins og missti jafnframt án afláts af hitaforða sínum út í kaldan geiminn, unz þar koin um síðir, að föst bergskurn tók að myndast á yfirborðinu. Á þessum tímum var ekkert haf til, því að allt vatn var þá í gufulíki og myndaði gífurlega þykkan mökk, sem sveipaðist margfaldlega um alla jörðina. Þann ógnarmökk liafa geislar sólarinnar með engu móti megnað að rjúfa, svo að koldimm nótt hefur stöðugt ríkt yfir helauðn jarðar. En vegna hins látlausa liitataps út í geiminn tók gufumökkurinn loks að þéttast og regn byrjaði að falla úr efstu lögurn hans. Áður en svo var komið, hafði myndast föst skorpa um alla jörðina. Hitinn var þó enn ofsalegur og vatn allt í sjóðandi ásigkomulagi. í fyrstu hefur regnvatnið að sjálfsögðu gufað upp jafnskjótt og það snart bergið, svo að úr hefur orðið ein stórkostleg hringrás niðurfalls og uppstreymis. En samfara minnkandi hita jarðskorpunnar liefur dregið úr uppstreym- inu smám saman. Jafnframt magnaðist regnið og tók nú að falla látlaust og æðislega úr hinunr volduga gufuhjúp. Þessi firnamikli vatnsflaumur, sem ár og síð fossaði yfir nýskapaða jörðina, mynd- aði hin fyrstu höf. Upphaflega hafa þau verið sjóðandi heit, en kólnað smám saman í aldanna rás. Á þessu æviskeiði jarðarinnar liafa að líkindum verið ógurleg eldgos hvarvetna, því hin þunna bergskurn hefur stöðugt brostið fyrir átökum eldsins, sem undir ólgaði. Eftir því sem meira vatn safnaðist saman á yfirborðinu, þynntist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.