Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 51 rannsókna hans á lögunum í Brimlárhöfða (Stöðinni) norðan á Snæfellsnesi, en hann bætti mjög um þekkingu á þeim lögum og fann þar ekki aðeins sjávarmenjar, heldur einnig plöntuleifar, bæði blaðför og frjó. Síðustu áratugina beindust steingervingarann- sóknir hans einkum að tertíeru surtarbrandsflórunni. Hann dvald- ist í Skotlandi veturinn 1944/45, á vegum British Council, til að kynna sér nýjar rannsóknaraðferðir á þessu sviði, einkum frjógrein- ingu, og beitti hann þeirri aðferð síðar með góðum árangri. Honum tókst smásaman að finna allmargar plöntutegundir í surtarbrands- lögunum, sem áður voru óþekktar hérlendis, og hefur enginn einn maður aukið rneir þekkingu okkar á íslenzku surtarbrandsflórunni síðan Oswald Heer rannsakaði hana fyrir heilli öld. Eru þó allar aðstæður til slíkra rannsókna mjög erfiðar hér á landi, þar eð hér eru engin söfn steingervinga til samanburðar, engir sérfræðingar til að ráðfæra sig við, og tilfinnanlegastur þó skorturinn á vísindatækj- um og vísindaritum. Jóhannes vandaði mjög til ritgerða sinna um surtarbrandsflóruna og myndir þær, sem í þeim birtust, eru sam- bærilegar við það bezta, sem erlendis birtist um hliðstætt efni. Rannsóknir Jóhannesar á surtarbrandsflórunni hnekktu þeirri skoð- un Heers, að surtarbrandurinn íslenzki væri aðallega frá Míócen- tíma og staðfestu þann grun, byggðan á nýrri rannsókn surtarbrands á Bretlandseyjum og Svalbarða, að þessi lög væru aðallega frá Eócen. Ein af síðustu ritgerðum Jóhannesar fjallaði um skeljalög í mó- bergi í Skammadal í Mýrdal, sem hann rannsakaði ásamt Einari H. Einarssyni bónda á Skammadalshóli. Er þetta gagnmerk ritgerð og dregur höf. þá ályktun af rannsóknum sínum, að yngsta hluta liinna eiginlegu Tjörneslaga, Cardium grönlandicum lögin, beri að telja til Kvartertímans, en ekki til Plíócen. í marzlok 1934 hófst eldgos í Grímsvötnum ásamt jökulhlaupi á Skeiðarársandi. Jóliannes Áskelsson var, ásamt Guðmundi Einars- syni, fyrstur á vettvang, meðan gosið var enn í fullum gangi, og fór síðan aðra ferð til Grímsvatna, sama vor, ásamt Niels Nielsen, land- fræðingi frá Kaupmannahöfn. Sumarið eftir fór hann enn tvær ferðir til Grímsvatna, þá fyrri með Dr. Trausta Einarssyni, sem gerði kort af Grímsvötnum og Skeiðarárjökli, þá síðari með Krist- jáni Skagfjörð og Tryggva Magnússyni og gengu þeir frá Hoffelli allt til Kverkfjalla, en þaðan til Grímsvatna og suður í Fljótshverfi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.