Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
51
rannsókna hans á lögunum í Brimlárhöfða (Stöðinni) norðan á
Snæfellsnesi, en hann bætti mjög um þekkingu á þeim lögum og
fann þar ekki aðeins sjávarmenjar, heldur einnig plöntuleifar,
bæði blaðför og frjó. Síðustu áratugina beindust steingervingarann-
sóknir hans einkum að tertíeru surtarbrandsflórunni. Hann dvald-
ist í Skotlandi veturinn 1944/45, á vegum British Council, til að
kynna sér nýjar rannsóknaraðferðir á þessu sviði, einkum frjógrein-
ingu, og beitti hann þeirri aðferð síðar með góðum árangri. Honum
tókst smásaman að finna allmargar plöntutegundir í surtarbrands-
lögunum, sem áður voru óþekktar hérlendis, og hefur enginn einn
maður aukið rneir þekkingu okkar á íslenzku surtarbrandsflórunni
síðan Oswald Heer rannsakaði hana fyrir heilli öld. Eru þó allar
aðstæður til slíkra rannsókna mjög erfiðar hér á landi, þar eð hér
eru engin söfn steingervinga til samanburðar, engir sérfræðingar til
að ráðfæra sig við, og tilfinnanlegastur þó skorturinn á vísindatækj-
um og vísindaritum. Jóhannes vandaði mjög til ritgerða sinna um
surtarbrandsflóruna og myndir þær, sem í þeim birtust, eru sam-
bærilegar við það bezta, sem erlendis birtist um hliðstætt efni.
Rannsóknir Jóhannesar á surtarbrandsflórunni hnekktu þeirri skoð-
un Heers, að surtarbrandurinn íslenzki væri aðallega frá Míócen-
tíma og staðfestu þann grun, byggðan á nýrri rannsókn surtarbrands
á Bretlandseyjum og Svalbarða, að þessi lög væru aðallega frá
Eócen.
Ein af síðustu ritgerðum Jóhannesar fjallaði um skeljalög í mó-
bergi í Skammadal í Mýrdal, sem hann rannsakaði ásamt Einari H.
Einarssyni bónda á Skammadalshóli. Er þetta gagnmerk ritgerð og
dregur höf. þá ályktun af rannsóknum sínum, að yngsta hluta liinna
eiginlegu Tjörneslaga, Cardium grönlandicum lögin, beri að telja
til Kvartertímans, en ekki til Plíócen.
í marzlok 1934 hófst eldgos í Grímsvötnum ásamt jökulhlaupi á
Skeiðarársandi. Jóliannes Áskelsson var, ásamt Guðmundi Einars-
syni, fyrstur á vettvang, meðan gosið var enn í fullum gangi, og fór
síðan aðra ferð til Grímsvatna, sama vor, ásamt Niels Nielsen, land-
fræðingi frá Kaupmannahöfn. Sumarið eftir fór hann enn tvær
ferðir til Grímsvatna, þá fyrri með Dr. Trausta Einarssyni, sem
gerði kort af Grímsvötnum og Skeiðarárjökli, þá síðari með Krist-
jáni Skagfjörð og Tryggva Magnússyni og gengu þeir frá Hoffelli
allt til Kverkfjalla, en þaðan til Grímsvatna og suður í Fljótshverfi,